Fyrirtækjaheimsókn í Össur

In Fréttir by valarun1

Þann 11. desember síðastliðinn bauð Össur Ungum athafnakonum í fyrirtækjaheimsókn.

Eydís Sigurðardóttir, Associate Global Product Manager tók á móti okkur og sagði okkur frá helstu starfsemi Össurs. Tatjana Latinovic, VIP of Intellectual Property, formaður Kvenréttindafélags Íslands, Innflytjendaráðs og meðlimur í Jafnréttisráði fyrir hönd Kvennréttindafélagsins, Rakel Jóhannsdóttir, BI Manager, IT Platforms & Development og Sandra Gestsdóttir, Acting Director of Design Center sögðu einnig frá sínu starfi innan fyrirtækisins.

Starfsemi Össur sinnir mikilvægu hlutverki í lífi fólks og auðveldar þeim, sem þurfa á gervilimum að halda, lífið til muna. Þær nefndu allar að það gæfi þeim tilgang í starfi að vita að einhver einstaklingur nái að lifa eðlilegu lífi með þeirra hjálp. Hjá Össur starfa um 50% karla og 50% kvenna, en stefnan er að auka jafnvægi kynja í stjórnendastöðum. 

Við viljum þakka Össur fyrir frábæra heimsókn, ótrúlega áhugavert að skoða starfsemi hjá fyrirtæki sem er algjörlega til fyrirmyndar. Takk fyrir okkur!