Fyrirtækjaheimsókn: PLAY

In Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Þann 21. september síðastliðinn fóru félagskonur í heimsókn til PLAY. Þar tóku á móti okkur þær Sonja Arnórsdóttir (CCO) og Jónína Guðmundsdóttir (CPO) og gáfu þeim innsýn inn í heim PLAY. Auk þess sátu Nadine Guðrún, Anna Fríða og Margrét Hrefna stjórnendur fyrir svörum.

Takmarkaður fjöldi var á viðburðinn og ljóst var að mikill áhugi var fyrir honum því fljótt varð fullbókað og biðlisti var fljótur að fyllast.

Birgir Jónsson CEO tók á móti félagskonum og bauð þær velkomnar. Þar á eftir fengu félagskonur áhugverðar kynningar á rekstri og sögu félagsins og spurðu stjórnendur spjörunum úr. Í lokin gafst tækifæri til þess að ræða saman yfir góðum veitingum, góð stemning var í hópnum og greinilega mikill kraftur og metnaður hjá PLAY.

UAK þakkar kærlega fyrir frábærar móttökur frá PLAY og góða þátttöku félagskvenna.