Hagar bjóða heim

In Almennt, Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Hagar buðu Ungum Athafnakonum að koma í heimsókn til Banana ehf, stærsta innflytjenda ferskra ávaxta og grænmetis til Íslands. Viðtökurnar voru ekki af verri endanum þar sem hlaðið borð af allskonar ferskum veigum tók á móti félagskonum við komu. 

Kynning var á starfsemi Haga frá Finni Oddssyni, forstjóra Haga þar sem farið var yfir stefnur og strauma fyrirtækisins

Finnur Oddson

Jóhanna Þ Jónsdóttir, framkvæmdastjór Banana ehf. kynnti svo fyrir okkur starfsemi Banana, og áhersluna hjá fyrirtækinu á sjálfbærni og lýðheilsumálum.

Jóhanna Þ. Jónsdóttir

Að lokum var tengslamyndun milli félagskvenna og starfsmanna Haga og Banana, en margar af þeirra fremstu konum voru samankomnar á viðburðinum með okkur. Þær gáfu okkur góða og persónulega innsýn í starfshætti fyrirtækjanna. 

Þegar líða tók á kvöldið kvöddum við eftirminnilega með fangið fullt af kræsingum í takt við sjálfbærnikynninguna – borðskreytingin ferska og góða var rifin af í takt við markmið um að minnka matarsóun. Við fórum því heim saddar og sælar, og tilbúnar í holla heimagerða matargerð.

Svana Lovísa Kristjánsdóttir sá um veisluborðið

Myndir tók Eygló Gísladóttir.

Við þökkum Högum og Bönönum kærlega fyrir að taka á móti okkur.