Heimsókn í Össur

In Fréttir, Uncategorized by Andrea Gunnarsdóttir

Ungar athafnakonur fóru í heimsókn til Össurar þann 1. desember sl. Eydís Sigurðardóttir, verkefnastjóri, tók á móti okkur og fór yfir starfsemi fyrirtækisins. Össur er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks. Í fyrirtækinu starfa um 2800 starfsmenn í 20 löndum, höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi ásamt því að vera með starfsstöðvar víða um heim.

Félagskonur fengu að skoða vörur sem fyrirtækið framleiðir ásamt því að sjá skrifstofur og framleiðsluvélar en öll framleiðsla fer fram á Íslandi. Össur er leiðandi á sínu sviði og stækkar fyrirtækið árlega um 25%. Það verður án efa áhugavert að fylgjast með þessu framsækna fyrirtæki í framtíðinni.

Þetta var virkilega áhugaverð og skemmtileg heimsókn og voru félagskonur duglegar að spyrjast fyrir og fræðast enn frekar um starfsemi fyrirtæksins. Það var virkilega ánægjulegt að heyra að kynjahlutföll fyrirtæksins eru nokkuð jöfn en í Össur eru 44% starfsmanna konur og 56% karlar.

Að lokum var boðið upp á veitingar frá Lemon og gafst félagskonum tækifæri til þess að ræða saman og efla tengslanet sitt.