Heimsókn til Empower

In Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Þann 23. mars tók fyrirtækið Empower á móti UAK á skrifstofunni sinni við Lækjartorg. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, ein af stofnendum Empower sagði frá sinni vegferð og fyrirtækisins.

Ásamt henni voru Sigyn Jónsdóttir CTO og meðstofnandi Empower, Snæfríður Jónsdóttir sérfræðingur í stafrænni þróun og markaðsmálum og Anna Berglind Jónsdóttir hugbúnaðarsérfræðingur, starfsmenn Empower og fyrrum stjórnarkonur UAK með tölu. Það var mjög áhugavert að heyra hvernig UAK nýttist þeim Sigyn, Snæfríði og Önnu Berglindi við að styrkjast og efla tengslanetið.

UAK þakkar Empower kærlega fyrir góðar móttökur.