Hvað þarf til?

In Fréttir, Uncategorized by Aðalheiður Júlírós

Þann 9. maí stóðu UAK og Íslandsbanki fyrir viðburði þar sem leitast var við að svara spurningunni hvað þarf til að fjölga kvenfrumkvöðlum og af hverju skiptir það máli?

Á viðburðinn mættu Una Steinsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka og Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastýra Alor ehf. og deildu þær með okkur sinni vegferð og reynslu úr viðskipta- og frumkvöðlaheiminum.

Þar á eftir tók Ingi Björn Sigurðsson stofnandi Brum Funding ehf. við og stýrði vinnustofu. Vinnustofan var sett upp sem “non-confrence” vinnustofa og voru það félagskonur sem stýrðu umræðunni og málefninu.

Góð þátttaka var í hópnum og sköpuðust skemmtilegar og áhugaverðar umræður. Stjórn UAK þakkar Unu, Lindu Fanney og Inga Birni fyrir þeirra innlegg í umræðuna sem og þeim félagskonum sem mættu og tóku þátt.