Þann 9. maí stóðu UAK og Íslandsbanki fyrir viðburði þar sem leitast var við að svara spurningunni hvað þarf til að fjölga kvenfrumkvöðlum og af hverju skiptir það máli?
Á viðburðinn mættu Una Steinsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptabanka Íslandsbanka og Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastýra Alor ehf. og deildu þær með okkur sinni vegferð og reynslu úr viðskipta- og frumkvöðlaheiminum.
Þar á eftir tók Ingi Björn Sigurðsson stofnandi Brum Funding ehf. við og stýrði vinnustofu. Vinnustofan var sett upp sem “non-confrence” vinnustofa og voru það félagskonur sem stýrðu umræðunni og málefninu.
Góð þátttaka var í hópnum og sköpuðust skemmtilegar og áhugaverðar umræður. Stjórn UAK þakkar Unu, Lindu Fanney og Inga Birni fyrir þeirra innlegg í umræðuna sem og þeim félagskonum sem mættu og tóku þátt.