Jólaglögg UAK 2023

In Fréttir, Uncategorized by Aðalheiður Júlírós

Félagskonur áttu góða jólastund í aðdraganda jóla þann 14. desember sl. Dagskráin var á léttum nótum og boðið var upp á jólaglögg á Aperó Vínbar.

Settur var upp leikur með það að markmiði að hrista hópinn saman og gefa félagskonum tækifæri á að kynnast betur var settur af stað leikur sem vel var tekið í.

Félagskonur voru hvattar til að mæta í jólapeysu til þess að hrista upp í stemningunni og í boði var glaðningur fyrir flottustu peysuna.

Stjórn UAK þakkar þeim félagskonum sem mættu og áttu notalega stund með félaginu. Einnig þakkar UAK Aperó Vínbar fyrir hlýjar og góðar móttökur.