Jólaglögg UAK

In Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Þann 8. desember síðastliðinn áttu félagskonur huggulega jólastund saman á Aperó vínbar þar sem í boði var jólaglögg og smáreittir að hætti frönskum sið. Marie-Odile, eigandi Aperó deildi með okkur aðdragandanum að opnun staðarins og var það áhugavert að heyra frásögn hennar um hvernig lífið getur tekið mann í aðra átt en lagt var upp með.

Myndir: Eva Lind

Einnig kom Hjördís Hugrún, ráðgjafi hjá Accenture og sagði hún frá áhugaverði vegferð sinni við skrif bókarinnar Tækifærin. Bókin inniheldur viðtöl við 50 íslenskar konur sem sinna áhugaverðum störfum á sviði verkfræði, tækni og raunvísinda um allan heim. Félagskonur sem mættu á viðburðinn fengu bókina gefins í boði Origo og vakti það mikla lukku.

Saman eiga þær Marie-Odile og Hjördís Hugrún það sameiginlegt að taka af skarið, fara lengra með hugmynd og framkvæma. Það var hvetjandi að hlusta á frásagnir þeirra og þakkar stjórn UAK þeim kærlega fyrir komuna á viðburðinn.