Konur í framboði – Drifkraftur breytinga

In Almennt, Fréttir, Uncategorized by Aðalheiður Júlírós

Þann 7. maí stóð UAK fyrir viðburðinum Konur í framboði – Drifkraftur breytinga. Megin tilefni viðburðarins var upphitun fyrir afmælisráðstefnu félagsins sem var 11. maí UAK í 10 ár – Drifkraftur breytinga en einnig forsetakosningar sem munu fara fram 1. júní nk. Alls eru sex konur sem gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í þetta skiptið og fannst stjórn UAK tilefni til þess að bjóða þeim öllum í létt sófaspjall. Leitast var við að skapa lifandi vettvang fyrir gesti til að kynnast frambjóðendum, spyrja spurninga og heyra áherslumál þeirra. Viðburðurinn var haldinn í Tjarnarbíó fyrir félagskonur og gesti þeirra og voru um það bil 200 gestir.

María Kristín, formaður UAK opnar viðburðinn

Yfir um 50 spurningar bárust frá salnum í gegnum Slido og því augljóst að áhuginn var mikill. Helstu spurningarnar snérust um m.a. hvernig þær hlúa að sér persónulega í framboðinu, fyrir hvað þær vildu helst vilja vera þekktar eftir forsetaembættið, hver sérstaða þeirra er í framboðinu og hver þeirra umdeildasta skoðun sé er varðar umbættið. Það má því segja að umræðurnar fóru um víðan völl og fengu gestir að kynnast kvenframbjóðendunum á fjölbreyttan hátt.

Að lokinni dagskrá gafst tækifæri til tenglsamyndinunar og nánara samtals við frambjóðendur. Léttar veitingar voru í boði Ölgerðarinnar og Nomy veisluþjónustu.

Hér má einnig sjá umfjöllun um viðburðinn á mbl.is

Stjórn UAK með kvenframbjóðendunum

Stjórn UAK þakkar þeim Ásdísi Rán, Höllu Hrund, Höllu, Helgu Katrínu og Steinunni, frambjóðendum kærlega fyrir góða þátttöku í viðburðinum. Einnig þakkar stjórnin styrkaraðilum viðburðarins, Arion banka og Ölgerðinni sérstaklega fyrir stuðninginn.