Frá stofnun íslensku Kauphallarinnar árið 1985 hafa einungis verið sex konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja. Tímamót urðu í júní á þessu ári, þegar Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova hringdi bjöllunni í Kauphöllinni en þá var í fyrsta skipti hægt að tala um konur í fleirtölu, fyrir var Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka síðan árið 2021. Í september 2022 var Ásta Fjeldsted síðan ráðin forstjóri Festi sem er einnig skráð í Kauphöllina.
Þann 12. október hélt UAK viðburð á Kex Hostel sem bar yfirheitið Konurnar sem hringdu bjöllunni: Kvöldstund með kvenforstjórum skráðra fyrirtækja. Félagskonur sýndu viðburðinum mikinn áhuga og mættu tæplega 100 á viðburðinn. Ásta, Birna og Margrét sögðu hver frá sinni vegferð og þeim áskorunum sem þær hafa tæklað á leiðinni. Í kjölfarið voru líflegar umræður þar sem að félagskonur fengu að spyrja þær spjörunum úr.


Stjórn UAK þakkar þeim Ástu, Birnu og Margréti kærlega fyrir að taka þátt í þessari kvöldstund sem og öllum þeim félagskonum sem mættu.