Konurnar sem hringdu bjöllunni: Kvöldstund með kvenforstjórum skráðra fyrirtækja

In Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Frá stofnun íslensku Kauphallarinnar árið 1985 hafa einungis verið sex konur verið forstjórar skráðra fyrirtækja. Tímamót urðu í júní á þessu ári, þegar Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova hringdi bjöllunni í Kauphöllinni en þá var í fyrsta skipti hægt að tala um konur í fleirtölu, fyrir var Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka síðan árið 2021. Í september 2022 var Ásta Fjeldsted síðan ráðin forstjóri Festi sem er einnig skráð í Kauphöllina. 

Þann 12. október hélt UAK viðburð á Kex Hostel sem bar yfirheitið Konurnar sem hringdu bjöllunni: Kvöldstund með kvenforstjórum skráðra fyrirtækja. Félagskonur sýndu viðburðinum mikinn áhuga og mættu tæplega 100 á viðburðinn. Ásta, Birna og Margrét sögðu hver frá sinni vegferð og þeim áskorunum sem þær hafa tæklað á leiðinni. Í kjölfarið voru líflegar umræður þar sem að félagskonur fengu að spyrja þær spjörunum úr.

Ásta Fjeldsted forstjóri Festi

Stjórn UAK þakkar þeim Ástu, Birnu og Margréti kærlega fyrir að taka þátt í þessari kvöldstund sem og öllum þeim félagskonum sem mættu.