Á dögunum var UAK, í samstarfi við KVAN, með vinnustofu í kynningartækni sem haldin var í kennslustofu í Háskólanum í Reykjavík. Aðsóknin var góð en um 50 félagskonur mættu og áttu góða kvöldstund með Önnu Steinsen þar sem hún fór yfir hvernig eigi að koma fram og setja fram hin ýmsu málefni á skemmtilegan, skipulagðan og áhrifaríkan hátt.
Ásamt því að vera með vinnustofu bauð KVAN félagskonum UAK 20% afslátt af námskeiðsgjöldum á námskeiðið Kynningartækni sem hófst þann 25. nóvember
Allar voru sammála um að vinnustofan hafi verið áhugaverð og gagnleg fyrir starf og leik.
Stjórn UAK þakkar Önnu kærlega fyrir komuna.