Leiðtogi í eigin lífi – UAK x Akademias

In Fréttir, Námskeið by Aðalheiður Júlírós

UAK og Akademias taka höndum saman og bjóða félagskonum UAK upp á námskeiðið Leiðtogi í eigin lífi.

UAK vinna ötult að því að skapa vettvang, þvert á pólitískar skoðanir og atvinnugreinar og bjóða upp á hagnýta fræðslu, styrkingu tengslanets og valdeflingu fyrir ungar konur á ólíkum sviðum samfélagsins.

Akademias er vettvangur fyrir menntun og þjálfun framtíðarinnar og þess vegna fannst UAK spennandi tækifæri að fara í samstarf með Akademias sem vinna með einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum til þess að efla þekkingu, hugvit og færni með það að markmiði að skapa verðmæti.

Námskeiðið Leiðtogi í eigin lífi er því hannað sérstaklega eftir þörfum félagskvenna UAK og nýtist þeim sem vilja taka forystu í eigin lífi eða á vinnumarkaði með það í huga að stuðla að aukinni persónulegri eða faglegri hæfni á fjölbreytttum sviðum.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru 6 talsins og sérfræðingar sem hafa vakið athygli á sínu sviði:

  • Ari Fenger
    Forstjóri 1912
  • Edda Hermannsdóttir
    Markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka
  • Þóra Hrund Guðbrandsdóttir
    Framkvæmdastjóri Ímark
  • Hlynur Atli Magnússon
    Meðeigandi og ráðgjafi í mannauðsmálum og ráðningum hjá Hagvangi
  • Stefanía Hildur Ásmundsdóttir
    Ráðgjafi í mannauðsmálum og ráðningum hjá Hagvangi
  • Ingi Björn Sigurðsson
    Stofnandi Brum Funding ehf.

UAK námskeiðið er rafrænn sprettur sem inniheldur 5 námskeið sem félagskonur geta sótt hvar og hvenær sem er til lok júlí. Að spretti loknum verður haldið skemmtilegt lokahóf fyrir þátttakendur áður en næsta starfsár UAK hefst í september!

Áfangar:
Inngangur
 – Lilja Gylfadóttir, stofnandi UAK

  1. Stjórnendur og hæfni til framtíðar – Ari Fenger
  2. Samskipti og tengslanet – Edda Hermannsdóttir
  3. Markmiðasetning – Þóra Hrund Guðbrandsdóttir
  4. Í leit að starfi – Hlynur Atli Magnússon og Stefanía Hildur Ásmundsdóttir
  5. Frá hugmynd til framkvæmdar – Ingi Björn Sigurðsson

Lokaorð – Lísa Rán Arnórsdóttir, formaður UAK.

Hagnýtar upplýsingar

  1. Skráning: Heimasíða Akademias hér
  2. Skráningartímabil: 17.5.23-31.5.23
  3. Síðasti dagur til þess að ljúka við námskeiðin: 31.7.23
  4. Gjald:
    • Fullt verð 99.000 kr.
    • Fyrir aðildarfélaga UAK: 24.000 kr.
    • Afsláttarkóði sendur í pósti á félagskonur UAK.
  5. Greiðsla: Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka.
    • Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband við Akademias sem getur aðstoðað þig akademias@akademias.is.