Marel bauð í fyrirtækjaheimsókn

In Fréttir by Helena Rós Sturludóttir

Marel bauð Ungum athafnakonum í fyrirtækjaheimsókn þann 22. febrúar. Marel náði nýlega þeim áfanga að hafa 100 konur við störf í Garðabæ (af 600) og fengu félagskonur að kynnast góðu þversniði af því teymi: sjö konum með mismunandi bakgrunn sem starfa við mismunandi störf innan fyrirtækisins.

Þegar sex konur höfðu kynnt sig var það hún Guðbjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri vöruþróunar á Íslandi og í Bretlandi, við. Hún er yfir um það bil 150 manns. Guðbjörg fór yfir nokkra áhugaverða punkta um Marel. Fyrirtækið hefur verið á hlutabréfamarkaði í 25 ár. Velta fyrirtæksins er 1 milljaður evra og eru með vöruþróun í fimm löndum. Marel hefur stækkað gríðarlega undanfarið en þeir stefna að því að þrefaldast á næstu tíu árum. Fyrirtækið ætlar að breyta því hvernig matvælaframleiðsla fer fram en það er erfitt að vinna matvæli án þess að Marel komi við sögu þar sem tæki frá þeim er að finna nánast alls staðar í heiminum þar sem prótein matur er unninn.

Guðbjörg talaði um mikilvægi þess að fá mentor, einhvern sem hefur verið í atvinnulífinu og getur gefið raunverulegar ráðleggingar. Sjálf var hún á þeim stað að hún var einstæð móðir sem hugsaði eingöngu um að vera dugleg til að fá næsta launatékka. Þegar hún kynntist mentorinum sínum fór hún fyrst að hugsa hvað hún gæti orðið og hver draumurinn hennar væri. Komst að því að vöruþróun gæti hentað henni vel. Guðbjörg fann mjög snemma að þetta var hennar staður.

,,Á sama tíma og maður fær að vera kona í vöruþróun er fjórða iðnbyltingin í gangi. Tækifærin eru óendanleg – ímyndið ykkur þetta!” sagði Guðbjörg.

Marel notar sýndarveruleika mikið til að þróa vörur. Áður fyrr breyttu þeir engu fyrr en viðskiptavinur lét þau vita af ‘göllunum’.

Þá sagði Guðbjörg kynjaskiptingu fyrirtækisins áhugverða. Í framleiðslunni starfa 93% karlar og í vöruþróun eru þeir 90%. Síðan lagast þetta aðeins en í mannauðnum eru þeir 19% og 45% í markaðsdeildinni. Hún segir fyrirtækið gamalt karlafyrirtæki sem er enn að læra. Það er sjö manns í stjórn, þar af eru þrjár konur. Í framkvæmdastjórn fyrirtækisins situr þó eingöngu ein kona en tíu karlar. Guðbjörg segir þetta þurfa að breytast.

Guðbjörg færði sig svo aðeins yfir á persónulegri nótur þegar hún sagði frá því að hún hefði verið æxli í legi og hefði að öllum líkindum ekki átt að geta eignast fleiri börn. Þegar hún fékk þessar fréttir var hún fáskilin með 2 börn. Eftir aðgerð fékk hún þó þær gleðifréttir að hún væri enn frjó og ákvað þá að eignast barn ein. Á sama tíma og hún tók þessa ákvörðun fékk hún frábært atvinnutækifæri og fannst hún verða að velja, starfið eða barnið. Kvensjúkdómalæknirinn benti henni á að hún gæti gert bæði, sem hún gerði. Guðbjörg var komin aftur til starfa sex vikum eftir fæðingu í 30-40% starf og var komin í fullt starf þegar stelpan hennar var sex mánaða. Hún benti á að maður þyrfti ekki alltaf að gera allt heldur væri hægt að forgangsraða, klára þá hluti sem þarf nauðsynlega að klára og restin má bíða. Þetta á við um vinnu og einkalíf. ,,Þetta snýst ekki um að vera brjálaður og stressaður, þetta snýst um að gera sniðugur og hafa gaman” sagði Guðbjörg. Þegar Guðbjörg byrjaði var hún yngsta konan. Hún fékk að heyra hluti eins og ”við drottningarnar í Marel höfum ekki pláss fyrir prinsessu eins og þig”. Þannig að andstaðan kemur ekki eingöngu frá gömlu körlunum heldur einnig gömlu kerlingunum. Guðbjörg sagði þetta þó hafa breyst rosalega síðustu tvö árin með nýrri kynslóð af konum.

Guðbjörg hefur upplifað alls konar hluti en passar sig að vera ekki fórnarlamb því þá er maður sjálfum sér verstur sagði hún. Hún vill stöðva umræðuna sem hún hefur oft lent í, kynbundið orðalag. Eitt sinn stóð hún með manni við fiskskurðarvél og hann hélt á stóru fiskflaki og spyr: ”Er þetta ekki alveg eins og þú vilt hafa þá? Svona stinnur og stór.”

Í lokin fór Guðbjörg aðeins yfir það að samtvinna móðurhlutverkið og sagði að þar yrði maður að vera snjall. Hún mætir frekar tíu mínútur of seint frekar en tíu mínútum fyrr ef allt er á hvolfi heima á morgnana í staðin fyrir að skil stelpunum af sér óhamingjusömum.

Við þökkum Marel og Guðbjörgu kærlega fyrir frábæra heimsókn.