Metþátttaka í Ofurkonan þú

In Fréttir by ingamaria

Í gærkvöldi stóðu Ungar athafnakonur og Hugrún, geðfræðslufélag fyrir viðburðinum Ofurkonan þú, en hann fór starfrænt fram vegna COVID-19.

Markmið viðburðarins var að fjalla og skapa umræður um óraunhæfar kröfur sem konur upplifa og álagsmenninguna sem þrífst í íslensku samfélagi. Áheyrendur fengu að heyra frásagnir um kulnun í starfi og hvað það að hafa of marga bolta á lofti í einu getur haft í för með sér.

Viðburðinn tókst einstaklega vel og áhugi fyrir umræðuefninu leyndi sér ekki, en þegar þetta er skrifað hafa yfir 11.000 manns horft á viðburðinn á Fésbókarsíðum UAK og Norræna Hússins.

Við hjá UAK viljum þakka kærlega fyrir móttökurnar á bæði viðburðinum og átakinu í að endurskilgreina hugtakið ofurkona. Við hvetjum ykkur til að halda áfram að merkja ykkar ofurkonur og deila ykkar skilgreiningu undir #ofurkona.

Ofurkonan þú

Posted by Ungar athafnakonur on Tuesday, October 20, 2020