Námskeið – Vörumerkið þú

In Fréttir by valarun1

Mánudaginn 4.maí hélt UAK námskeiðið “Vörumerkið þú” með þeim Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra markaðs- og þjónustusviðs Íslandspósts, og Andrési Jónssyni, almannatengli. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, kom einnig og kynnti bókina sína Framkoma sem kom út á dögunum og gaf félagskonum góð ráð um framkomu í viðtölum, skrifum og fleira.

Vegna Covid-19 var viðburðurinn með öðru sniði en vanalega og öllum helstu sóttvarnarreglum fylgt. Félagskonur voru ótrúlega spenntar að geta loksins mætt á viðburð hjá okkur og því var mikil gleði þetta kvöld.

Á námskeiðinu byrjaði Andrés á því að fara yfir helstu ráðin um tengslanet og hvernig best væri að klífa upp stigann. Gott að spurja aðra sem hafa reynslu hvernig maður á að taka næsta skref, koma sér á framfæri og hvatti félagskonur til þess að láta vita af sér með mismunandi vinklum. Nefndi frábærar fyrirmyndir sem hafa komið sér á framfæri og hvernig þær hafa gert það. Minnti á að það er ekkert varanlegt í atvinnulífinu og að hlutir, störf og áhugi eru alltaf á hreyfingu. Andrés benti einnig á samskiptaáætlun sem hann bjó til fyrir félagskonur og má finna hana á godsamskipti.is undir Þekking

Sesselía var næst og sagði frá sinni vegferð og hvernig hún hóf sínar pælingar með Vörumerkið þú þegar hún kom fram á UAK viðburði fyrir um 2 árum síðan. Þá vaknaði spurningin, hvernig komumst við að því hvað við sjálf ætlum að standa fyrir? Hún líkti þessari leið sem ísjaka, það sem er efst og sjálnlegt eru ásýnd og kjarni vörumerkisins. Hvernig á að skara fram úr fjölda fólks á markaðinum, hvað gerir einstaklinga frábrugðna hinum? Sesselía mældi með að leita aðstoðar til þeirra, sem hafa unnið með manni áður, að svara þessum spurningum. Einnig er gott að skrifa niður sína eigin hæfni og markmið. Markmiðin þurfa síðan að vera mælanleg til þess að hægt sé að fylgjast með árangrinum. 

Við í stjórn UAK þökkum gestum og félagskonum fyrir frábæran viðburð.