Ný stjórn Ungra athafnakvenna var kosinn á aðalfundi félagsins miðvikudaginn 31. maí. Fundarstjóri var Andrea Gunnarsdóttir fráfarandi formaður og ritari var Árný Lára Sigurðardóttir.
Formannskjör hlaut Lísa Rán Arnórsdóttir en ásamt henni voru kosnar inn í stjórn til tveggja ára þær Hugrún Elvarsdóttir, María Kristín Guðjónsdóttir og Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir. Hanna Björt Kristjánsdóttir hlaut kosningu sem varamaður til eins ár. Í stjórn sitja fyrir Guðrún Valdís Jónsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir og Kristín Sverrisdóttir. Fráfarandi stjórnarmeðlimir auk varamanna eru Andrea Gunnarsdóttir, Bjarklind Björk Gunnarsdóttir, Ingveldur María Hjartardóttir, Kristjana Björk Barðdal, Árný Lára Sigurðardóttir og Berglind Grímsdóttir.
Aðalfundur var vel mættur og var gott hljóð í félagskonum og nýkjörinni stjórn. Rakel Eva Sævarsdóttir, forstöðukona sjálfbærnimála hjá Play flutti erindi um reynslu og vegferð þar sem hún bar innblástur fyrir komandi tíma. Stuttlega var farið yfir afar viðburðaríkt og þátttöku mikið starfsár. Fjárhagsstaða félagsins er góð og mörg spennandi verkefni fram undan. Ársskýrsla félagsins var birt að aðalfundi loknum og má finna hana á vefnum.
Það er félaginu mikill meðbyr með nýrri stjórn og er sívaxandi áhugi á starfi félagsins fagnaðarefni. Við óskum nýkjörinni stjórn velferðar á komandi starfsári og um ókomna tíð.