Örfyrirlestrakvöld – Konur í listum

In Fréttir by AmnaHase

Fyrsti fjar-viðburður í sögu UAK var haldin 21. apríl en yfirskrift viðburðarins var Konur í listum. 

Við fengum fjórar konur úr ólíkum listageirum til að deila með okkur reynslu sinni, ferli sínum og þeirra sýn á listgeirann og jafnrétti. 

Gestir kvöldsins voru þær Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur, Ugla Hauksdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, Þórhildur Laufey Sigurðardóttir, grafískur hönnuður og bókmenntafræðingur og Þuríður Blær Jóhannesdóttir, leikkona og meðlimur/stofnandi Reykjavíkurdætra.

Í heildina heppnaðist viðburðurinn einstaklega vel, öll erindin voru mjög skemmtileg og hvetjandi. Gestirnir hvöttu félagskonur til að treysta á sjálfa sig, peppa hvor aðra og sýndu hvernig hægt er að hafa áhrif með því að láta í sér heyra. Að loknum gafst félagskonum tækifæri á að spyrja þessar reynslumiklu konur spurninga.

Stjórn UAK þakkar Hildi, Uglu, Þórhildi og Þuríði kærlega fyrir sín hvetjandi erindi og jafnframt öllum þeim félagskonum sem horfðu á í gegnum Zoom og tóku þátt.