UAK Skissubók

3,500 kr.

 

Í tilefni af Kvennafrídeginum þann 24. október stóð UAK fyrir viðburðinum Tölum um ofbeldi en markmiðið með viðburðinum var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. UAK vill leggja sitt af mörkum og hefur því sölu á skissubók en allur ágóði mun renna til Bjarkarhlíðar. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis. Bjarkarhlíð bíður upp á áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis, 18 ára og eldri.

Eftir að greiðsla hefur borist er hægt að sækja bókina í Regnboginn verslun, Mörkinni 3, 108 Reykjavík.

In stock

Category: