Samstarf UAK og Íslandsbanka

In Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Þann 12. janúar 2023 síðastliðinn skrifuðu UAK undir samstarfssamning við Íslandsbanka. UAK mun halda viðburð fyrir félagskonur í samstarfi við Íslandsbanka þann 9. maí næstkomandi með yfirheitið „Af hverju ekki?“

.„Íslandsbanki hefur tekið þátt í öflugu starfi Ungra athafnakvenna frá stofnun en félagið heldur mikilvægum málefnum á lofti með starfi sínu. Bankinn hélt viðburðinn Ljónin í veginum með UAK árið 2015 þar sem um 700 manns mættu og hafa viðburðir félagsins haldið áfram að vera mikilvægur vettvangur fyrir konur til að miðla og læra. Við deilum þeirri sýn með UAK að vilja efla konur í atvinnulífinu og erum bæði stolt og spennt fyrir samstarfinu við UAK í ár.“ segir Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka.

Lísa Rán formaður UAK og Edda Hermansdóttir markaðs- og samskiptastjóri Íslandsdbanka við undirritun samstarfssamnings