Stafræn vinnustofa: Komdu þér á framfæri

In Fréttir, Uncategorized by AmnaHase

Miðvikudaginn 4. nóvember hélt UAK stafræna vinnustofu með yfirheitinu “Komdu þér á framfæri” með Eddu Konráðsdóttur. Edda er reyndur verkefnastjóri, sérfræðingur í viðskiptaþróun og ráðgjafi sprotafyrirtækja. Hún er einn af stofnendum Nýsköpunarvikunnar og rekur sitt eigið ráðgjafafyrirtæki með áherslu á viðskiptaþróun fyrir frumkvöðla og listamenn. 

Vinnustofan snérist um að móta lyfturæður, en góðar lyfturæður geta hjálpað einstaklingum að koma sér á framfæri á sannfærandi hátt, sama hvort markmiðið sé að efla tengslanetið eða selja hugmynd. 

Kvöldið byrjaði á skemmtilegu erindi frá Eddu en eftir það var félagskonum skipt í tveggja manna hópa, með hjálp ,,breakout rooms” á Zoom. Þar æfðu þær sig í að fara með lyfturæðu fyrir hvor aðra með það að leiðarljósi að fá endurgjöf frá hvor annarri, sem og frá Eddu.

Viðburðurinn heppnaðist einstaklega vel og í lok kvöldsins þekktust þær félagskonur sem mættu aðeins betur og lokuðu tölvunum fullar af innblæstri.  

Hér eru nokkrir punktar frá Eddu sem vert er að hafa í huga þegar maður er að reyna að koma sér á framfæri: 

  • Muna að segja frá því sem þú gerir. 
  • Talaðu þig upp, líkt og þú myndir gera við vinkonu. 
  • Mundu að það að vera stoltur af því sem maður gerir er ekki það sama og að vera montinn. 
  • Viðvera á Linkedin.
  • Taka kaffispjall.
  • Hjálpa öðrum án þess að fá eitthvað í staðinn. 
  • Veldu þér verkefni og tækifæri í takt við þína ástríðu og þitt persónulega vörumerkið.