Starfsemi


Ungar athafnakonur vilja stuðla að samfélagi þar sem konur og karlar standa jafnfætis og bjóðast sömu tækifæri. Markmiðið er að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem stjórnendur og þátttakendur í atvinnulífinu. Þar til konur og karlar standa jöfnum fótum í íslensku samfélagi munu Ungar athafnakonur starfa áfram og vinna að jafnrétti með fræðslu, umræðu og hvatningu.