Stjórn UAK

Stjórn Ungra athafnakvenna er kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn er árlega. Hún er skipuð sex félagskonum sem kosnar eru til tveggja ára í senn. Stjórn núverandi starfsárs (2018/2019) skipa: Anna Berglind Jónsdóttir, Ásbjörg Einarsdóttir, Auður Albertsdóttir, Kolfinna Tómasdóttir, Sigyn Jónsdóttir og Snæfríður Jónsdóttir.

Anna Berglind Jónsdóttir
Vefstjóri
Sími: 894 4994

Anna er 26 ára tölvunarfræðingur frá HR og starfar í hugbúnaðarþróun hjá Wuxi Nextcode Genomics. Hún eyddi lokaönninni í Tölvunarfræði í Maryland í Bandaríkjunum þar sem hún vann sem lærlingur hjá Fraunhofer CESE og vann meðal annars að verkefnum fyrir DARPA (Defense Advanced Research Projects Agency).

Ásbjörg Einarsdóttir
Fjármálastjóri
Sími: 694 7281

Ásbjörg er 26 ára rekstrarverkfræðingur. Hún útskrifaðist með meistarapróf frá Stanford University í Californiu vorið 2017 og starfar nú sem sérfræðingur í áhættustýringu Arion banka, en hún hefur verið viðloðin bankann frá árinu 2010. Á meðan á námi stóð vann hún meðal annars að verkefnum fyrir Fitbit Inc., Icelandair og ÁTVR.

Auður Albertsdóttir
Kynningastjóri
Sími: 699 8009

Auður er 28 ára bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands en stundar nú meistaranám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við sama skóla. Meðfram námi hefur Auður starfað sjálfstætt sem almannatengill en áður var hún umsjónarmaður viðskiptafrétta á Mbl.is.

Kolfinna Tómasdóttir
Ráðstefnustjóri
Sími: 846 4065

Texta vantar.

Sigyn Jónsdóttir
Formaður
Sími: 693 6262

Sigyn er 29 ára rekstrarverkfræðingur frá Columbia University í New York. Hún starfar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Men & Mice og situr í stjórn nýsköpunarfyrirtækisins Mure.

Snæfríður Jónsdóttir
Viðskiptastjóri
Sími: 691 6216

Texta vantar.

Fyrri stjórnir


Fyrsta starfsár UAK var veturinn 2014/­2015 og skipuðu þá stjórn félagsins: Lilja Gylfadóttir (formaður), Kristel Finnbogadóttir (varaformaður), Andrea Karlsdóttir, Karen Ósk Gylfadóttir og Rakel Guðmundsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2015/­2016 skipuðu: Lilja Gylfadóttir (formaður), Andrea Karlsdóttir, Guðbjörg Lára Másdóttir, Karen Ósk Gylfadóttir, Margrét Berg Sverrisdóttir og Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2016/2017 skipuðu: Margrét Berg Sverrisdóttir (formaður), Guðbjörg Lára Másdóttir, Dagný Engilbertsdóttir, Helena Rós Sturludóttir, Elísabet Erlendsdóttir og Andrea Gunnarsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2017/2018 skipuðu: Sigyn Jónsdóttir (formaður), Andrea Gunnarsdóttir, Anna Berglind Jónsdóttir, Ásbjörg Einarsdóttir, Elísabet Erlendsdóttir og Helena Rós Sturludóttir.