Stjórn UAK

Stjórn Ungra athafnakvenna er kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn er árlega. Hún er skipuð sex félagskonum sem kosnar eru til tveggja ára í senn. Stjórn núverandi starfsárs (2019/2020) skipa: Amna Hasecic, Auður Albertsdóttir, Björgheiður Margrét Helgadóttir, Kolfinna Tómasdóttir, Snæfríður Jónsdóttir og Vala Rún Magnúsdóttir.

Amna Hasecic
Samfélagsmiðlastjóri
Sími: 849 6685

Amna er 25 ára með BS gráðu í ferðamálafræði með markaðsfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Hún er í meistaranámi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við sama skóla og vinnur sem verkefnastjóri hjá ferðaþjónustufyrirækinu Atlantik.

Auður Albertsdóttir
Kynningastjóri
Sími: 699 8009

Auður er 29 ára og með BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá sama skóla. Hún starfar sem ráðgjafi hjá Aton og var áður umsjónarmaður viðskiptafrétta á mbl.is.

Björgheiður Margrét Helgadóttir
Fjármálastjóri
Sími: 897 9909

Björgheiður er 28 ára heilbrigðisverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfar sem verkefnastjóri í verkfræðideild Alvotech.

Kolfinna Tómasdóttir
Viðskiptastjóri og varaformaður
Sími: 846 4065

Kolfinna er 26 ára og nemur lögfræði og Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands. Samhliða náminu starfar hún sem alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Síðustu ár hefur Kolfinna gegnt embætti alþjóðaritara Orators, forseta Norræna alþjóðaritararáðsins, endurvakið Íslandsdeild ELSA (e. Euroepan Law Students‘ Association) og gegnt þar formannsembætti ásamt því að sitja í stjórn Ungmennaráðs UN Women á Íslandi. Kolfinna er einnig stofnandi og ritstjóri nýs alþjóðalögfræði tímarits Íslandsdeildar ELSA ásamt því að vera hluti af skipulagsteymi Druslugöngunnar.

Snæfríður Jónsdóttir
Formaður
Sími: 691 6216

Snæfríður er 25 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem verkefnastjóri hjá auglýsingastofunni TVIST en áður starfaði hún sem samfélagsmiðlafulltrúi hjá auglýsingastofunni Sahara.

Vala Rún Magnúsdóttir
Ráðstefnustjóri
Sími: 849 4728

Vala Rún er 23 ára rekstrarverkfræðinemi við Háskólann í Reykjavík. Hún starfar sem svæðisstjóri hjá Veitum ásamt því að vera þáttastjórnandi í hlaðvarpsþætti á Útvarp101 og samfélagsmiðlastjóri í verkefninu Project G4G. Áður starfaði hún sem skautaþjálfari.

Fyrri stjórnir


Fyrsta starfsár UAK var veturinn 2014/­2015 og skipuðu þá stjórn félagsins: Lilja Gylfadóttir (formaður), Kristel Finnbogadóttir (varaformaður), Andrea Karlsdóttir, Karen Ósk Gylfadóttir og Rakel Guðmundsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2015/­2016 skipuðu: Lilja Gylfadóttir (formaður), Andrea Karlsdóttir, Guðbjörg Lára Másdóttir, Karen Ósk Gylfadóttir, Margrét Berg Sverrisdóttir og Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2016/2017 skipuðu: Margrét Berg Sverrisdóttir (formaður), Guðbjörg Lára Másdóttir, Dagný Engilbertsdóttir, Helena Rós Sturludóttir, Elísabet Erlendsdóttir og Andrea Gunnarsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2017/2018 skipuðu: Sigyn Jónsdóttir (formaður), Andrea Gunnarsdóttir, Anna Berglind Jónsdóttir, Ásbjörg Einarsdóttir, Elísabet Erlendsdóttir og Helena Rós Sturludóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2018/2019 skipuðu: Sigyn Jónsdóttir (formaður), Anna Berglind Jónsdóttir, Auður Albertsdóttir, Ásbjörg Einarsdóttir, Kolfinna Tómasdóttir og Snæfríður Jónsdóttir.