Stjórn UAK

Stjórn Ungra athafnakvenna er kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn er árlega. Hún er skipuð 6 félagskonum sem kosnar eru til tveggja ára í senn. Stjórn núverandi starfsárs (2017­/2018) skipa: Andrea Gunnarsdóttir, Anna Berglind Jónsdóttir, Ásbjörg Einarsdóttir, Elísabet Erlendsdóttir, Helena Rós Sturludóttir og Sigyn Jónsdóttir.

Andrea Gunnarsdóttir
Viðburðastjóri
Sími: 663 0403

Andrea er 22 ára og stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún sat í stjórn Ungmennaráðs UN Women í 2 ár og annað starfsárið sem varaformaður. Þá var hún í verkefnastjórn Gulleggsins 2017. Í sumar starfaði hún sem launafulltrúi hjá Fjárvakri.

Anna Berglind Jónsdóttir
Vefstjóri
Sími: 894 4994

Anna er 26 ára tölvunarfræðingur frá HR og starfar í hugbúnaðarþróun hjá Wuxi Nextcode Genomics. Hún eyddi lokaönninni í Tölvunarfræði í Maryland í Bandaríkjunum þar sem hún vann sem lærlingur hjá Fraunhofer CESE og vann meðal annars að verkefnum fyrir DARPA (Defense Advanced Research Projects Agency).

Ásbjörg Einarsdóttir
Fjármálastjóri
Sími: 694 7281

Ásbjörg er 26 ára rekstrarverkfræðingur. Hún útskrifaðist með meistarapróf frá Stanford University í Californiu vorið 2017 og starfar nú sem sérfræðingur í áhættustýringu Arion banka, en hún hefur verið viðloðin bankann frá árinu 2010. Á meðan á námi stóð vann hún meðal annars að verkefnum fyrir Fitbit Inc., Icelandair og ÁTVR.

Elísabet Erlendsdóttir
Viðskiptastjóri
Sími: 849 7376

Elísabet er 25 ára, fædd og uppalin á Egilsstöðum. Hún var formaður Stúdentafélags HR skólaárið 2015-2016 og útskrifaðist með BSc í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík í janúar 2017. Í dag starfar hún sem sölusérfræðingur á sviði Viðskiptalausna hjá Advania.

Helena Rós Sturludóttir
Samskiptastjóri
Sími: 693 7936

Helena Rós er 26 ára stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfar hjá Kreditkorti, sérhæfðu kreditkortaútbúi Íslandsbanka og er starfsmannastjóri Balsam ehf. Áður hefur Helena meðal annars unnið hjá alþjóðlega fyrirtækinu ABB Group í Sviss.

Sigyn Jónsdóttir
Formaður
Sími: 693 6262

Sigyn er 29 ára rekstrarverkfræðingur frá Columbia University í New York. Hún starfar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Men & Mice, situr í stjórn nýsköpunarfyrirtækisins Mure og er Mentor hjá Startup Reykjavík. Áður hefur Sigyn meðal annars starfað sem rekstrarsérfræðingur hjá Meniga og blaðamaður á Mogganum.

Fyrri stjórnir


Fyrsta starfsár UAK var veturinn 2014/­2015 og skipuðu þá stjórn félagsins: Lilja Gylfadóttir (formaður), Kristel Finnbogadóttir (varaformaður), Andrea Karlsdóttir, Karen Ósk Gylfadóttir og Rakel Guðmundsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2015/­2016 skipuðu: Lilja Gylfadóttir (formaður), Andrea Karlsdóttir, Guðbjörg Lára Másdóttir, Karen Ósk Gylfadóttir, Margrét Berg Sverrisdóttir og Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2016/2017 skipuðu: Margrét Berg Sverrisdóttir (formaður), Guðbjörg Lára Másdóttir, Dagný Engilbertsdóttir, Helena Rós Sturludóttir, Elísabet Erlendsdóttir og Andrea Gunnarsdóttir