Stjórn UAK

Stjórn UAK er kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn er árlega. Hún er skipuð sjö félagskonum sem kosnar eru til tveggja ára í senn. Stjórn núverandi starfsárs (2023-2024) skipa: María Kristín Guðjónsdóttir (formaður), Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, Bryndís Rún Baldursdóttir, Hugrún Elvarsdóttir, Kamilla Tryggvadóttir, Sóley Björg Jóhannsdóttir og Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal. Varamenn eru: Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir og Sigríður Borghildur Jónsdóttir.

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir
Samskiptastjóri

Aðalheiður er 34 ára, tveggja barna móðir. Hún er gæðastjóri Reykjanesbæjar og verkefnastjóri yfir innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Einnig situr hún í stjórn faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla hjá Stjórnvísi. Hún er með MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og BA gráðu i félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands..

Bryndís Rún Baldursdóttir
Markaðsstjóri

Bryndís Rún Baldursdóttir Markaðsstjóri Bryndís Rún er 28 ára og starfar sem markaðstjóri Heilsu- og íþróttasviðis hjá Icepharma. Hún er með MSc í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og BSc í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Hugrún Elvarsdóttir
Verkefna- og fræðslustjóri og varaformaður

Hugrún er 29 ára með BA gráðu í stjórnmálafræði með alþjóðafræði sem aukagrein og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Columbus State University. Hugrún starfar sem verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins á samkeppnis- og efnahagssviði þar sem hún sérhæfir sig í umhverfis- og sjálfbærnimálum. Hugrún situr í stjórn Loftslagssjóðs Íslands, Skíðasambands Íslands og þriggja starfsmenntasjóða.

Kamilla Tryggvadóttir Ráðstefnustjóri

Kamilla er 24 ára eiginkona, tveggja barna móðir og nemandi við Háskólann á Bifröst í miðlun og almannatengslum. Einnig fer hún með daglega umsjón frístundar við Barnaskólann í Hafnarfirði.

María Kristín Guðjónsdóttir
Formaður

María er 32 ára og starfar sem forstöðumaður viðskipta- og fjárfestingamála hjá breska sendiráðinu í Reykjavík. Hún er með MSc í Alþjóðaviðskipta – og markaðfræði og BSc í Næringarfræði.

Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal
Viðskiptastjóri

Ólöf Kristrún er 22 ára og er að klára BSc í hátækniverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Með námi starfar hún sem verkefnafulltrúi hjá KLAK - Icelandic Startups þar sem hún kemur að skipulagningu og stjórnun viðskiptahraðla fyrir sprotafyrirtæki

Sóley Björg Jóhannsdóttir Fjármála- og vefsíðustjóri

Sóley er 24 ára og starfar sem markaðsfulltrúi hjá Kírópraktorstöðinni. Sóley er nemi við Háskólann á Bifröst í miðlun og almannatengslum. Hún lauk við námi í Heilsumarkþjálfun frá Institute for Integrative Nutrition árið 2020.

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir
Varamaður

Gunnlaug Helga er 28 ára og starfar hjá Carbfix. Hún er með MSc í sjálfbærum orkuvísindum frá Iceland School of Energy (Háskólanum í Reykjavík) og BSc í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Sigríður Borghildur Jónsdóttir
Varamaður

Sigga Bogga er þrítug og er ferilseigandi (e. Process Engineer) hjá Elkem Ísland. Hún er með B.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá HÍ og er að ljúka M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá TU Delft og HR.

Fyrri stjórnir


Stjórn félagsins veturinn 2022/2023 skipuðu: Lísa Rán Arnórsdóttir (formaður), Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, Guðrún Valdís Jónsdóttir, Hugrún Elvarsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, Kristín Sverrisdóttir og María Kristín Guðjónsdóttir. Varamaður: Hanna Björt Kristjánsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2021/2022 skipuðu: Andrea Gunnarsdóttir (formaður), Bjarklind Björk Gunnarsdóttir, Guðrún Valdís Jónsdóttir, Ingveldur María Hjartardóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, Kristín Sverrisdóttir, og Kristjana Björk Barðdal. Varamenn voru Árný Lára Sigurðardóttir og Berglind Grímsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2020/2021 skipuðu: Vala Rún Magnúsdóttir (formaður), Amna Hasecic, Andrea Gunnarsdóttir, Bjarklind Björk Gunnarsdóttir, Björgheiður Margrét Helgadóttir, Ingveldur María Hjartardóttir og Kristjana Björk Barðdal.

Stjórn félagsins veturinn 2019/2020 skipuðu: Snæfríður Jónsdóttir (formaður), Amna Hasecic, Auður Albertsdóttir, Björgheiður Margrét Helgadóttir, Kolfinna Tómasdóttir og Vala Rún Magnúsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2018/2019 skipuðu: Sigyn Jónsdóttir (formaður), Anna Berglind Jónsdóttir, Auður Albertsdóttir, Ásbjörg Einarsdóttir, Kolfinna Tómasdóttir og Snæfríður Jónsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2017/2018 skipuðu: Sigyn Jónsdóttir (formaður), Andrea Gunnarsdóttir, Anna Berglind Jónsdóttir, Ásbjörg Einarsdóttir, Elísabet Erlendsdóttir og Helena Rós Sturludóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2016/2017 skipuðu: Margrét Berg Sverrisdóttir (formaður), Guðbjörg Lára Másdóttir, Dagný Engilbertsdóttir, Helena Rós Sturludóttir, Elísabet Erlendsdóttir og Andrea Gunnarsdóttir.

Stjórn félagsins veturinn 2015/­2016 skipuðu: Lilja Gylfadóttir (formaður), Andrea Karlsdóttir, Guðbjörg Lára Másdóttir, Karen Ósk Gylfadóttir, Margrét Berg Sverrisdóttir og Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir.

Fyrsta starfsár UAK var veturinn 2014/­2015 og skipuðu þá stjórn félagsins: Lilja Gylfadóttir (formaður), Kristel Finnbogadóttir (varaformaður), Andrea Karlsdóttir, Karen Ósk Gylfadóttir og Rakel Guðmundsdóttir.