Tengslakvöld

In Almennt, Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Viðburðurinn Eflum tengslanetið fór fram 14. mars sl. í Bragganum í Nauthólsvík. Bjarklind Gunnarsdóttir, þjálfari og ráðgjafi hjá KVAN, sérfræðingur hjá Samgöngustofu og fyrrum stjórnarkona UAK hóf kvöldið með frásögn um sína reynslu af starfinu í félaginu og hvað það hefur gefið sér.

Þar á eftir gafst nægur tími og tækifæri til tengslamyndunar. Tengslakvöld eru alltaf vel sóttir viðburðir, enda góð leið til að stækka tengslanetið.

Við hlökkum til næsta tengslaviðburðar. UAK þakkar BBA/FJELDCO kærlega fyrir styrkinn.