Tengslakvöld 2018

In Fréttir by annaberglind

Tengslakvöld Ungra athafnakvenna fór fram föstudagskvöldið 21. september á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum. Um 70 félagskonur mættu á tengslakvöldið þar sem þær fengu gott tækifæri til að kynnast betur innbyrðis og gæða sér á pizzum og ýmiss konar drykkjum.

Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, opnaði viðburðinn eins og henni einni er lagið. Uppistandið hennar uppskar mikil hlátrasköll meðal viðstaddra og var frábær byrjun á skemmtilegu kvöldi. Í kjölfar uppistandsins stóðu stjórnarkonurnar Ásbjörg og Snæfríður fyrir vel heppnuðu Pub-Quizi sem hristi félagskonur enn betur saman og í framhaldi af því var haldið í frekari skemmtun. Eftir mikla gleði á Hallveigarstöðum héldu þónokkrar félagskonur gleðinni áfram á Hverfisbarnum

.

Í heildina heppnaðist tengslakvöldið afar vel og var markmiði kvöldsins náð. Við þökkum Sögu Garðarsdóttur og félagskonum kærlega fyrir komuna.