Tengslakvöld II

In Fréttir by Auður Albertsdóttir

Tengslakvöld UAK fór fram föstudagskvöldið 1. febrúar í Mengi þar sem um 40 félagskonur mættu og gerðu sér glaðan dag.

Markmið tengslakvölda UAK er að félagskonur styrki innbyrðis tengslanet sitt og skemmti sér saman og tókst það vel þetta kvöld. Að þessu sinni var appið Kahoot notað til að kynnast hvor annari betur sem vakti stormandi lukku.

Þá var blásið til nafnakeppni fyrir UAK kokteilinn sem boðið var upp á í kokteilboði UAK dagsins. Rannveig Erlendsdóttir var sigur úr býtum með kokteilanafnið Broken Glass. Einnig var dagskrá UAK dagsins kynnt.

Tobba Marinós kíkti til okkar og flutti erindið „Konur sem stúta gleðinni” sem er byggt á rannsókn sem Tobba gerði sem lokaverkefni sitt í MPM námi sínu. Rannsóknin sneri að því hvernig  kyn skiptir máli í samskiptastíl þegar horft er til samskipta á vinnustaðmeð tilliti til vellíðan og frama og voru niðurstöðurnar bæði áhugaverðar og umhugsunarverðar.

Við þökkum félagskonum og Tobbu kærlega fyrir frábært kvöld og komuna!