Tengslakvöld og Speed-networking

In Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Fyrsta tengslakvöld starfsársins 2023-2024 var haldið 27. september síðast liðinn í Sykursalnum í Grósku. Eins og áður var mikil eftirspurn með viðburðinum og myndaðist biðlisti fljótlega eftir að það opnaði fyrir skráningu. Tæplega 100 félagskonur mættu á viðburðinn sem sýnir enn og aftur áhugann fyrir tengslakvöldum. Tengsl eru ein af nokkrum vopnum sem gott er að búa að en mikilvægt er jafnframt að kunna að nota þau.

Björgvin Guðmundsson, eigandi, stjórnarformaður og ráðgjafi KOM ráðgjöf opnaði kvöldið með reynslusögum og ráðum fyrir tengslamyndum.

Björgvin Guðmundsson

Þar á eftir tók Þórhildur Þorkelsdóttir við boltanum og deildi með félagskonum sinni vegferð ásamt því að gefa þeim ráð.

Þórhildur Þorkelsdóttir

Eftir það tók við “Speed-networking” þar sem félagskonum gafst tækifæri til að kynnast og tengjast.

Stjórn UAK vill þakka KOM ráðgjöf, Björgvini og Þórhildi kærlega fyrir þeirra framlag og innleg í viðburðinn.

Stjórn UAK 2023-2024 / Bryndís, Sóley, Aðalheiður Júlírós, Kamilla, Ólöf og Hugrún.
Á myndina vantar Maríu