Þann 20. október s.l. hittust félagskonur á SKÝ bar á Center Hotels Arnarhvoll. Yfirheiti viðburðarins var Tengslakvöld: Speed networking og var megin markmiðið að styrkja tengslanet félagskvenna.

Kvöldið hófst á léttum nótum með Önnu Þóru Björnsdóttur, uppistandara og eiganda gleraugnaverslunarinnar Sjáðu. Fjölbreyttar og heiðarlegar frásagnir hennar hristu upp í hópnum og var það góð byrjun á kvöldinu.

Þar á eftir gaf Eva Ingólfsdóttir, frá Góðum samskiptum, góð ráð um LinkedIn og mikilvægi þess að vera með gott tengslanet.

Að lokum var komið að Speed networking en það var Unnur Ársælsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Smitten sem stýrði þeim lið í dagskránni. Félagskonur fengu tækifæri til að kynnast hvor annarri og deila reynslu úr lífi og starfi.
Góð stemning myndaðist og mikil orka var í loftinu. Gaman var að fá tækifæri til að kynnast og ræða almennilega saman við sem flestar félagskonur ásamt því að heyra reynslusögur þeirra.
