Tengslakvöld UAK – Speed networking

In Almennt, Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Í febrúar mánuði stóð UAK fyrir tengslakvöldi í Sykursalnum í Grósku þar sem yfir 60 félagskonur mættu og styrktu tengslin sín á milli.

Anna Fríða Gísladóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá PLAY opnaði kvöldið með frásögn um hennar vegferð og mikilvægi tengslanets.

Anna Fríða Gísladóttir

Þar á eftir kynnti Guðrún Ansnes, framkvæmdastjóri KOM fyrir félagskonum fyrirtækið og sagði hún einnig frá sinni sögu.

Guðrún Ansnes

Eftir frásagnir þeirra var ekki eftir neinu að bíða en að hefja tengslamyndun á milli félagskvenna. Góð stemning skapaðist sem stóð yfir langt fram eftir kvöldi.

Stjórn UAK þakkar þeim Önnu Fríðu og Guðrúnu kærlega fyrir komuna og einnig fyrirtækinu KOM sem styrkti viðburðinn. Félagskonur eiga allan heiðurinn að því hversu vel tókst til með viðburðinn með góðri þátttöku.