Þann 17. október síðastliðinn stóð UAK fyrir námskeiði í streitustjórnun í húsakynnum Háskólans í Reykjavík og mættu um 70 ungar athafnakonur. Við fengum til liðs við okkur Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur, sálfræðing, en áhersla hennar í starfi er að leiðbeina einstaklingum í átt að betri lífsgæðum með því að bera ábyrgð á eigin hegðun og líðan.
Ragnheiður gerði félagskonum góð skil um áhrif streitu á líkaman, bæði tilfinningaleg og sálræn áhrif sem og líkamleg. Þá fór hún yfir einnig yfir helstu áhættuþætti og forvarnir. Mikilvægt er að þekkja sín eigin einkenni því allir eru mismunandi og geta einkennin verið mjög ólík hjá ólíkum einstaklingum. Að sama skapi er mismunandi hvernig fólk nær tökum á streitunni en hún gaf okkur nokkrar góðar ráðleggingar hvernig best sé að gera það. Streita fyrir finnst hjá okkur öllum og tók Ragnheiður dæmi um hvernig streitan getur haft áhrif á frammistöðu okkar bæði í skóla, vinnu og einkalífi. Félagskonur hafa nú ýmis tól til að finna streitutengd einkenni, flokka streituvalda og margt fleira til að auka lífsgæði okkar.
Ragnheiður leggur mikla áherslu á að fólk taki ábyrgð á eigin líðan og rækti sjálfan sig, því enginn gerir þig hamingjusaman nema þú sjálfur. Við þökkum Ragnheiði kærlega fyrir komuna og vonum að félagskonur muni njóta góðs af!