Tillögur til lagabreytinga

In Uncategorized by Kolfinna Tomasdottir

Fyrir aðalfund Ungra athafnakvenna eru lagðar fram 7 tillögur til lagabreytinga. Allar félagskonur sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt á fundinum. Athygli er vakin á því að ef tillaga nr. 5 verður samþykkt munu fjórar stjórnarkonur taka sæti í nýrri stjórn miðvikudaginn 27. maí 2020.

Lagabreytingartillögur frá stjórn UAK:

  1. Við 3. mgr. 5. gr. bætist:

    Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þær félagskonur sem hafa verið skráðar í félagið og greitt félagsgjöld a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund.“

  2. Við bætist 3. mgr. 6. gr.

    Kjörgengar til stjórnar UAK eru allar þær félagskonur, 18 ára og eldri, sem skráðar hafa verið í félagið og greitt félagsgjöld a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund.“ Núverandi 3. mgr. 6. gr. verður að 4. mgr. 6. gr.

  3. Við bætist 5. mgr. 6. gr.

    Ef laus sæti í stjórn eru jafn mörg eða fleiri en frambjóðendur þarf hver frambjóðandi að hljóta meirihluta greiddra atkvæða til að ná kjöri.

    Skýring: Mikilvægt er að stjórnarkonur endurspegli félagið og skulu þær því hljóta meirihluta greiddra atkvæða við aðstæður sem þessar

  4. Breyting á 2. mgr. 7. gr:

    „Gangi stjórnarkona úr stjórn áður en kjörtímabili hennar lýkur skal boða til kosninga og kjósa nýja stjórnarkonu í hennar stað. Meðferð kjörfundar skal hljóta sömu meðferð og aðalfundur hvað varðar birtingarfrest og auglýsingu. Ef styttra en tveir mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu er stjórn heimilt, án kosninga, að starfa áfram fram að aðalfundi.“

    Skýring: Mikilvægt er að ný stjórnarkona sé kosin af félagskonum, en ef stutt er eftir af kjörtímabilli er þörf á sveigjanleika.

Lagabreytingartillögur frá félagskonum UAK:

  1. Breyting á 1. málsl. 1. mgr. 6. gr:

    „Stjórn félagsins skal vera skipuð 7 konum kjörnum til tveggja ára í senn. 4 konur skulu kjörnar annað hvert ár og 3 árið á móti.“

    Skýring: Mikilvægt er að fjöldi stjórnar sé oddatala ef kemur til þess að stjórnarkonur séu ósammála. Kosning stjórnar um einstaka málefni skal því skila sannarlegri niðurstöðu. Tillagan felst því í breytingu á fjölda stjórnarkvenna sem kosnar eru inn á næstkomandi aðalfundi úr 3 í 4.
  1. Breyting á 1. málsl. 1. mgr. 7. gr:

    „Á aðalfundi skulu félagskonur kjósa um formann félagsins. Í framboðum til stjórnar skal því sérstaklega kveða á um ef frambjóðandi býður sig fram í formann félagsins. Ef núverandi stjórnarkona hefur áhuga á að bjóða sig fram til formanns skal hún einnig skila inn framboði þess efnis á aðalfundi.“

    Skýring: Félagskonur ákveða hver fer fyrir félaginu. Tillagan er því að tvær kosningar fari fram, fyrst þar sem kosið er inn í stjórn félagsins. Önnur kosning fer fram í kjölfarið ef tvær af nýrri stjórn bjóða sig fram til formanns. 

  1. Við bætist 9. gr:

    „Stjórn félagsins hefur heimild til að skipa tímabundnar nefndir. Þarf samþykki meirihluta stjórnar til stofna slíka nefnd.

    Skal starfstími nefndar ákveðinn á stjórnarfundi. Verði ákveðið að starfstími hennar verði lengri ein eitt starfsár skal stjórn félagsins leggja fram tillögur til breytinga á samþykktum félagsins sem innihalda nánari lýsingu á verkefnum og ábyrgð nefndar.

    Skal verkefni nefndar vera ákveðið á stjórnarfundi. Stjórn félagsins getur ákveðið hvort að stjórnin öll eða einstaka stjórnarkonur fari með ábyrgð á störfum hennar. Skal það ákveðið með tilliti til verkefna nefndar. Stjórn eða einstaka stjórnarkonur bera ábyrgð á því að auglýsa eftir félagskonum til setu í  slíkri nefnd.

    Einungis félagskonur geta gerst nefndaraðilar.“

    Verði tillaga nr. 8 samþykkt verða núverandi 8. og 9. gr. að 9. gr. og 10. gr.