Tölum um ofbeldi

In Almennt, Fréttir, Uncategorized by Aðalheiður Júlírós

Þann 24. október 2023 stóð UAK fyrir viðburðinum Tölum um ofbeldi. Markmiðið með viðburðinum var að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum en það kom skýrt fram á ráðstefnu félagsins vorið 2023 að Ísland eigi langt í land þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Ráðstefnan tók á niðurstöðum skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem sýnir alvarleg afturför í jafnréttismálum m.a. vegna áhrifa heimsfaraldurs og Covid, stríðsins í Úkraínu og loftlagsmála.

Góð aðsókn var á viðburðinn en hann var haldinn sama dag og staðið var að kvennaverkfalli þar sem um 100 þúsund mættu á Arnarhól. Hugrún Elvarsdóttir, varaformaður og verkefna- og fræðslustjóri UAK var fundarstjóri viðburðarins.

Hugrún opnar viðburðinn

Svava Guðrún Helgadóttir og Karen Birna V. Ómarsdóttir, ráðgjafar hjá Bjarkarhlíð opnuðu viðburðinn með erindinu Ég veit ekki hvort ég á heima hérna þar sem þær fóru yfir starfsemi Bjarkarhlíðar en UAK vildi taka skrerfið lengra og hóf sölu á stílabók á viðburðinum og mun allur ágóði sölunnar renna beint til Bjarkarhlíðar. Nálgast má bókina hér.

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og búður upp á fjölþætta þjónustu fyrir þá. Um er að ræða svo kallað one stop shop en veittur er stuðningur, ráðgjöf og viðbragðsteymi eru ræst út þegar við á. Sláandi tölur komu fram í erindi Svövu og Karen en samkvæmt ársskýrslu Bjarkarhlíðar er ein af hverri þriðju konum sem lenda í kynbundnu ofbeldi. Árið 2022 voru 88% konur af þeim sem leituðu til Bjarkarhlíðar.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri hjá öryggis- og greiningarsviði ríkislögreglustjóra og Þórunn Eymundardóttir, Cand.psych frá Heimilisfrið mættu í sófaspjall sem Bryndís Rún Baldursdóttir, markaðsstjóri UAK stýrði.

Fram kom hjá Karli að um 50% ofbeldis á Íslandi er framið á heimilunum og benti hann á að oft er of mikill fókus á lagaúrræðin en ætti frekar að snúast að gerendum og þolendum, hvernig við getum hjálpað þeim. Heimilisfriður er meðferðarúrræði fyrir þá sem hafa lent í ofbeldi og einnig þá sem beita ofbeldi. Helst er verið að sinna ofbeldismálum í parasamböndum en einnig innan fjölskyldna.

Þórunn benti á að yngra og yngra fólk er að sækja sér þjónustu hjá Heimilisfrið sem gerir málin auðveldari að vinna þar sem þau hafa staðið skemur og vandinn ekki orðinn jafn stór og hjá þeim sem hafa verið lengur í ofbeldissambandi. Einnig má segja að yngri kynslóðin er í flestum tilvikum tilbúnari því að gangast við öllu ofbeldi, ólíkt þeim eldri.

Þau voru bæði sammála því að mikilvægt er að halda umræðunni á lofti og benti Karl á að fjölmiðlar spila stórt hlutverk í því samhengi. Fjölmiðlar leitast eftir upplýsingum um ofbeldisbrot, þar á meðal heimilisofbeldum en fjalla síður um þau.

Bryndís í sófaspjalli með Karli og Þórunni

Þar á eftir var Guðný S. Bjarnadóttir með erindið Þolendur kynferðisofbeldis og réttarkerfið. Guðný stofnaði, ásamt Brynhildi Björnsdóttur, Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Eygló Árnadóttur hagsmunasamtök brotaþola. Tilgangurinn er að vinna að umbótum í kynferðisafbrotamálum, bæði innan réttarkerfisins og víðar í samfélaginu með sérstaka áherslu á hagsmuni brotaþola.

Guðný sagði frá eigin reynslu af réttarkerfinu og því óréttlæti sem hún fann fyrir en brotaþolar eru einungis vitni í eigin málum og ekki hluti af ferlinu í réttarkerfinu. Einnig benti Guðný á að brotaþoli fær engar bætur þar sem hann er einungis vitni en ekki aðili máls, ríkið er því ekki bótaskylt gagnvart honum.

Guðný segir frá sinni reynslu af réttarkerfinu

Að lokum var komið að sófapsjalli með Adriana K. Pétursdóttir og Ragnhildi Bjarkardóttir sem Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal, viðskiptastjóri UAK stýrði.

Ragnhildur er ein af stofnendum Auðnast sem bjóða upp á tvenns konar þjónustu, þ.e. hefðbunda kliník og síðan vinnustaðaþjónusta þar sem vinnustaðir koma í fulla áskrift. Markmið Auðnast er að tryggja almennt og félagslegt öryggi.

Adriana er x hjá Rio Tinto á Íslandi en þau fengu hvatningarviðurkenningu fyrir annars vegar útfærslu á fæðingastyrk og hins vegar stuðning við starfsfólk sem er þolandi heimilisofbeldis. Adriana sagði frá þessari vegferð og afhverju fyrirtæki ákvað að fara í hana.

Þær voru sammála um að öllum fyrirtækjum ber skylda að hafa áætlun tengda þessum málum, velferð starfsfólk á alltaf að vera í leiðarljósi. Þær voru einnig sammála um að vitundarvakning hefur orðið en að við eigum þó langt í land. Það eru þrjár kynslóðir starfandi innan vinnumarkaðarins sem eru ólíkar. Yngri kynslóðin er duglegri við að láta í sér heyra og flagga óæskilegri hegðun.

Ólöf í sófaspjalli með Adriana og Ragnhildi

UAK þakkar kærlega öllum sem tóku þátt í viðburðinum og gerðu hann að veruleika. Mikilvægt er að halda málefninu á lofti. Kyndbundið ofbeldi er viðkvæmt málefni og margar ástæður geta verið fyrir því að þau sem fyrir því verða láti ekki í sér heyra, svo sem skömm og/eða ótti.