UAK dagurinn
10.mars 2018 í Hörpu
Notice: Undefined offset: 4 in /home/customer/www/ungarathafnakonur.is/public_html/wp-content/plugins/cornerstone/includes/_classes/classic/class-legacy-renderer.php on line 170
Ungar athafnakonur í samstarfi við Alvotech halda ráðstefnu tileinkaða ungum konum í íslensku atvinnulífi og fá til liðs við sig áhrifafólk, ráðherra og erlenda gesti. Markmiðið er að gera stjórnendum fyrirtækja, stjórnmálamönnum og ungu fólki í atvinnulífinu á Íslandi grein fyrir kröftum vel menntaðra og reynslumikilla kvenna ásamt mikilvægi þess að hlustað sé á kröfur þessa öfluga hóps hvað varðar atvinnutækifæri.
Föstudagur 9.mars
18-20 Kokteilboð í Íslenska ferðaklasanum
Laugardagur 10.mars
10.00 Afhending ráðstefnugagna
10.30 Sigyn Jónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna
10.35 Eliza Reid forsetafrú setur UAK daginn 2018
10.45 Róbert Wessman, stofnandi Alvotech
11.00 Panel: Störf framtíðarinnar
11:45 Hádegismatur
12:30 Paula Gould
13:00 Laura Kornhauser
13:30 Panel: Umræðan um áhrifamiklar konur
14:15 Kaffihlé
14:45 Alda Karen Hjaltalín
15:15 Halla Tómasdóttir
Dagskrá
Fundarstjóri: Edda Hermannsdóttir
Verð
Gestir

Laura Kornhauser
Laura Kornhauser er forstjóri og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Stratyfy sem framleiðir hugbúnað fyrir stjórnendur fyrirtækja sem vilja nýta tölfræðigreiningu við ákvarðanatöku. Áður en hún stofnaði Stratyfy starfaði Laura í 12 ár sem framkvæmdastjóri hjá JPMorgan í New York þar sem hún hafði umsjón með verðbréfaviðskiptum stórfyrirtækja og viðskiptasamböndum þeirra. Laura hyggst deila fjölbreyttri reynslu sinni með Ungum athafnakonum og segja frá ákvörðun sinni að segja upp starfinu hjá JPMorgan og hella sér út í frumkvöðlasamfélagið.

Eliza Reid
Eliza Jean Reid vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún varð forsetafrú sumarið 2016. Eliza er með BA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Trinity College, University of Toronto og lauk síðar meistaraprófi í sagnfræði frá St. Anthony’s College við Oxfordháskóla. Hún er verndari ýmissa samtaka á Íslandi og er virkur stuðningsmaður baráttunnar fyrir kynjajafnrétti.

Alda Karen Hjaltalín
Öldu Karen Hjaltalín þarf varla að kynna. Hún er 23 ára gömul og býr í New York þar sem hún starfar sem sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp. Þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki fjögur ár sem stjórnandi og hefur setið fundi með ekki minni fyrirtækjum en Disney, Spotify og Facebook. Þá er hún sérfræðingur í samfélagsmiðlum og markaðssetningu í nútímasamfélagi.

Halla Tómasdóttir
Halla Tómasdóttir er rekstrarhagfræðingur sem starfar í dag sem fyrirlesari og ráðgjafi á alþjóðavettvangi. Hún var fyrsta konan sem gegndi starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands og árið 2007 stofnaði hún Auði Capital. Halla hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og verið frumkvöðull í fjölmörgum verkefnum sem snúa að umbreytingum og samfélagsþróun.

Paula Gould
Paula Gould er leiðtogi í tengsla- og markaðsstarfi. Þar til nýlega starfaði hún sem Principal hjá Frumtak Ventures, þar sem hún leiddi alþjóðlegt tengsla- og markaðsstarf Frumtakssjóðanna og eignasafna þeirra. Paula hefur yfirgripsmikla þekkingu á frumkvöðlafyrirtækjum og rak einnig sitt eigið almannatengslafyrirtæki PEG PR og sinnti viðskiptavinum í tækni, lista og skemmtanaiðnaðinum. Á ráðstefnunni mun Paula deila reynslusögum frá ferli sínum og lífshlaupi sem hafa litast af hugrekki og hugrökku fólki sem veitti henni innblástur og tækifæri.
Störf framtíðarinnar
Hvar og hvernig er gervigreind þróuð? Hverjir eru að því? Hvaða fyrirtæki? Hvernig eru teymin samansett, til dæmis með tilliti til kynjahlutfalla?
Eru konur í minnihluta í þeim greinum sem verða hvað mest áberandi í fjórðu iðnbyltingunni? Ef já, hvað er hægt að gera? Eru stjórnvöld, menntastofnanir og fyrirtækin í landinu að undirbúa sig fyrir fjórðu iðnbyltinguna? Hvernig?

Guðrún Sóley Gestsdóttir, umræðustjóri

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Ægir Már Þórisson

Stefanía G. Halldórsdóttir

Ari Kristinn Jónsson
Umræðan um áhrifamiklar konur
Fyrirfinnst tvöfalt siðgæði gagnvart konum í almennri umræðu Íslendinga um áhugaverða einstaklinga?
Gerum við meiri kröfur til útlits, framkomu og vinnubragða kvenna?
Er orðræðan um áhrifamiklar konur harkalegri en orðræðan um karla í sambærilegum störfum?
Fá konur, sem eru áberandi vegna vinnu sinnar, verri útreið í fjölmiðlum og athugasemdakerfum netheima vegna mistaka sinna?
Finnst konur þær þurfa að vanda sig meira í starfi og með það sem þær tjá sig um opinberlega vegna ótta við að vera dæmdar harkalegra en karlar? Ef já, af hverju? Og hvernig breytum við þessu?
Gestir verða konur sem hafa verið áberandi í stjórnmálum eða stjórnendur stórra fyrirtækja sem hafa leitt erfið verkefni eða þurft að taka erfiðar ákvarðanir. Ásamt því farið í gegnum krefjandi tímabil á sínum starfsferli, þurft að svara fyrir sína vinnu og mögulega upplifað ósanngjörn viðhorf og athugasemdir í sinn garð.

Björg Magnúsdóttir, umræðustjóri

Rannveig Rist

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Salvör Nordal
Samstarfsaðili

Bakhjarlar



