UAK dagurinn 2020:
Næsta skref í þágu framtíðar

7.mars 2020 í Gamla Bíó


Ungar athafnakonur halda í þriðja sinn ráðstefnu tileinkaða ungum konum í íslensku atvinnulífi. Þema ráðstefnunnar verður samfélagsleg ábyrgð; hvað felst í henni, hvaða máli hún skiptir og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á því sviði. Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum og í ár ber ráðstefnan yfirskriftina
Næsta skref í þágu framtíðar.

Smellið hér til að kaupa miða.

Stjórn UAK hvetur gesti ráðstefnunnar til að mæta með eigin ritföng og ráðstefnugögn ásamt því að nýta vistvænar samgöngur eða ferðast saman á ráðstefnuna.

Dagskrá

09:30  Húsið opnar
10:00  Stjórn UAK býður gesti velkomna
10:10  Þórey Vilhjálmsdóttir
10:30  Harpa Júlíusdóttir
11:00  Ásta Fjeldsted
11:30  Panel: Eru allir eins í þínu liði?
12:15  Hádegismatur
13:00  Erindi frá aðalstyrktaraðila: Karlotta Halldórsdóttir
13:30  Hrefna Björg Gylfadóttir
14:00  Panel: Jafnrétti á tímum loftlagsbreytinga
14:45  Kaffihlé
15:15  Gréta María Grétarsdóttir
15:45  Edda Hermannsdóttir
16:15  Kokteilboð

Fundarstjóri:
Amna Hasecic

Verð

  • Félagskonur 1.590 kr.
  • Nýskráning + ráðstefna 4.590 kr.
  • Aðrir 5.590 kr.


Þórey Vilhjálmsdóttir mun opna ráðstefnuna og meðal fyrirlesara verða Ásta Fjeldsted, Gréta María Grétarsdóttir, Hrefna Björg Gylfadóttir og Edda Hermannsdóttir. Auk fyrirlestra verða tvær panelumræður á dagskrá.

Fyrri panelumræðan ber heitið Eru allir eins í þínu liði? Þar stýrir Elín Margrét Böðvarsdóttir umræðum um mikilvægi fjölbreytileika í atvinnulífinu.  Gestir panelsins verða þau Ari Fenger, Claudie Wilson, Guðmundur Hafsteinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Seinni panelumræða ráðstefnunnar ber heitið Jafnrétti á tímum loftlagsbreytinga. Jóna Þórey Pétursdóttir mun stýra umræðunum sem snúa að sambandi jafnréttis og loftslagsmála. Gestir panelsins verða þau Birna Ósk Einarsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, Dr. Snjólaug Ólafsdóttir og Sævar Helgi Bragason.

Innifalið í miða á UAK daginn er aðgangur að ráðstefnunni, hádegisverður og kokteilboð eftir að dagskrá lýkur ásamt gjafapoka.

Gestir


Þórey Vilhjálmsdóttir

Þórey er ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun hjá Capacent og hefur m.a. leitt verkefnið Jafnréttisvísir sem nokkur leiðandi fyrirtæki og stofnanir hafa tekið þátt í. Þórey býr yfir 25 ára reynslu af fyrirtækjarekstri, stjórnun, stefnumótun, viðskipta- og vöruþróun, nýsköpun og teymisvinnu. Hún situr í stjórn Íslandsnefnd UN Women og er einn af stofnendum V-dagsins á Íslandi (V-day), samtök sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi.

Harpa Júlíusdóttir

Harpa Júlíusdóttir er verkefnastjóri hjá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð. Áður en hún gekk til liðs við Festu gegndi hún stöðu framkvæmdastjóra Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og sat sem slíkur í verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin. Hún starfaði um árabil sem verkefnastjóri á flugrekstarsviði Icelandair. Harpa er hagfræðingur hjá HÍ með MSc í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla.

Ásta Fjeldsted

Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og á að baki 14 ára reynslu af störfum erlendis. Hún starfaði sem ráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company í fimm ár, fyrstu tvö árin í Evrópu og síðustu þrjú árin í Asíu. Hún vann áður sem aðstoðarmaður aðstoðarforstjóra IBM í Danmörku, þar á undan við vöruþróun og síðar sem vörustjóri hjá Össuri hf. í Frakklandi. Ásta Sigríður situr í stjórn Háskólans í Reykjavík, Útflutnings- og markaðsráði Íslandsstofu, fulltrúaráði Verzlunarskóla Íslands, ásamt því að vera ræðismaður Slóveníu á Íslandi.

Karlotta Halldórsdóttir

Karlotta Halldórsdóttir er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Hún er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í almannatengslum frá London College of Communication. Karlotta starfaði áður sem verkefnastjóri á Fjölmiðlavakt Creditinfo, almannatengsla ráðgjafi hjá The Crowd & I og ráðgjafi hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.

Hrefna Björg Gylfadóttir

Hrefna Björg Gylfadóttir er loftslagsaðgerðarsinni og nemandi í leiðtogahæfni við Kaospilot. Hún hefur með náminu kannað mismunandi leiðir til þess að hafa áhrif á tímum loftlagsbreytinga. Hún fór frá því að lifa zero waste lífsstíl í að leiða stærri verkefni í kringum aktívisma og kerfisbreytingar, nú nýlegast fyrir Sydhavn Gembrugcenter, endurvinnslustöð í Kaupmannahöfn. Hrefna hefur starfað fyrir The Climate Reality Project í Ástralíu við að undirbúa námskeið fyrir umhverfisleiðtoga og er meðlimur í aktívista samtökunum Extinction rebellion í Danmörku.

Edda Hermannsdóttir

Edda Hermannsdóttir er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Edda er yfirmaður markaðs- og samskiptamála hjá Íslandsbanka en hún var áður aðstoðarritstjóri á Viðskiptablaðinu og stýrði Gettu betur á RÚV. Árið 2017 gaf Edda út bókina Forystuþjóð með Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem fjallar um jafnréttismál og er í þann mund að gefa út bókina Framkoma. Edda tók þátt í stefnuvinnu Íslandsbanka í sjálfbærnimálum þar sem bankinn einsetti sér að vinna að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem en unnið er að því samtvinna þau við daglega starfsemi bankans.

Gréta María Grétarsdóttir

Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún er verkfræðingur frá HÍ og hefur einnig sinnt kennslu bæði sem stundakennari við HÍ og við MPM námið. Áður en Gréta María tók við sem framkvæmdastjóri Krónunnar þá var hún fjármálastjóri Festi hf. Hún var forstöðumaður Hagdeildar Arion Banka frá 2010-2016 en þar áður starfaði hún í fjárstýringu, fyrst hjá Sparisjóðabankanum og síðar Seðlabanka Íslands.

Eru allir eins í þínu liði?


Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni stýrir umræðum um mikilvægi fjölbreytileika í atvinnulífinu og ábyrgð fyrirtækja í þeim efnum. Gestir panelsins verða þau Ari Fenger, Claudie Wilson, Guðmundur Hafsteinsson og Gyða Kristjánsdóttir.

Placeholder

Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Placeholder

Ari Fenger, forstjóri 1912 ehf. og formaður Viðskiptaráðs Íslands

Placeholder

Claudie Wilson, héraðsdómslögmaður hjá Rétti - Aðalsteinsson & Partners

Placeholder

Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull

Placeholder

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og alþingismaður

Jafnrétti á tímum loftlagsbreytinga


Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti SHÍ mun stýra umræðunum sem snúa að sambandi jafnréttis og loftslagsmála. Gestir panelsins verða þau Birna Ósk Einarsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Dr. Snjólaug Ólafsdóttir og Sævar Helgi Bragason.

Placeholder

Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti SHÍ

Placeholder

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs Icelandair

Placeholder

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

Placeholder

Snjólaug Ólafsdóttir, stofnandi Andrýmis sjálfbærniseturs

Placeholder

Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV

Aðalstyrktaraðili


Samstarfsaðilar og bakhjarlar