Image

Ungar athafnakonur halda í fjórða sinn ráðstefnu tileinkaða ungum konum í íslensku atvinnulífi. Við erum ekki tilbúnar til þess að bíða eftir að hlutirnir breytist heldur ætlum við að taka virkan þátt í að skapa samfélagið sem við viljum búa í. Þess vegna höfum við fengið til okkar framúrskarandi gesti sem eiga það sameiginlegt að hafa nýtt krafta sína í þágu jafnréttis og haft áhrif með ólíkum hætti. Í vikunni fyrir ráðstefnuna verður fjöldinn allur af spennandi stafrænum viðburðum sem hita upp fyrir daginn, sem verða aðgengilegir fyrir miðahafa og félagskonur en dagskrá vikunnar verður auglýst síðar.

Ráðstefnan verður í beinu streymi frá Hörpu. Innifalið í miða er aðgangur að ráðstefnunni, viðburðum í vikunni og gjafabréf í vefverslun sem verður kynnt síðar.

Dagskrá

10:00  Stjórn UAK býður gesti velkomna
10:10  Katrín Jakobsdóttir - Opnunarerindi
10:25  Caritta Seppa - Dare to find your passion
10:55  Sigríður Margrét Oddsdóttir og Sigyn Jónsdóttir - Framþróun í takt við ástríðu
11:25  Vinnustofa: Birna Dröfn Birgisdóttir - Eflum sköpunargleðina og höfum áhrif
12:15  Hádegishlé
13:15  Emma Holten - Making sense of feminism
13:35  Emma Holten og María Bjarnadóttir - Eitt markmið, ólíkar leiðir
14:05  Hrund Gunnsteinsdóttir - Að fylgja InnSæinu
14:25  Kaffihlé
14:55  Salam Al-Nukta - Female's challenges to venture in entrepreneurship
15:25  Sigurlína Ingvarsdóttir - Lokaerindi

Fundarstjóri: Nadine Guðrún Yaghi

Gestir


Katrín Jakobsdóttir

Forsætisráðherra og formaður heimráðs kvenleiðtoga.

Caritta Seppa

Caritta Seppa er stofnandi og framkvæmdastjóri Tespack. Hún var valin á lista Forbes, “30 under 30” ásamt því að vera tilnefnd til Nordic Women Tech Award 2020. Caritta hefur ástríðu fyrir tækni og sjálfbærri þróun og hefur komið fram á fjölmörgum viðburðum t.d. MQ! Innovation Summit, Women in Tech Summit og TEDx. Caritta er One Young World Ambassador en samtökin eru alþjóðlegur vettvangur sem tengir áhrifaríka unga leiðtoga með það að markmiði að skapa ábyrgari og betri heim.

Birna Dröfn Birgisdóttir

Birna Dröfn hefur rannsakað hvernig efla má sköpunargleði á meðal starfsmanna í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.

Emma Holten

Emma Holten varð þekkt eftir verkefnið CONSENT árið 2014, sem byrjaði sem svar við hennar eigin upplifun af stafrænu kynferðisofbeldi. Síðan þá hefur Emma starfað út um allan heim sem talsmaður fyrir þolendur kynferðisofbeldis og feminískar kenningar sem geta ýtt undir skilning ungra kvenna í dag. Hún stofnaði veftímaritið Magazine Friktion, og starfar nú sem pólitískur ráðgjafi hjá Women’s Council í Danmörku.

Hrund Gunnsteinsdóttir

Hrund er framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Hún er fyrrverandi stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs og í sérfræðingahópi World Economic Forum. Hrund hefur víð­tæka ráð­gjafa- og stjórn­un­ar­reynslu — bæði á Ís­landi og á al­þjóð­leg­um vett­vangi. Hún er einn af tveimur leikstjórum InnSæi. Hrund fékk æviráðningu hjá Sameinuðu þjóðunum, sem hún sagði upp 2004 en hefur síðan starfað sem ráðgjafi fyrir Sþ. Hrund var valin Young Global Lea­der hjá World Economic Forum (WEF) árið 2011.

Sigurlína Ingvarsdóttir

Sigurlína er menntuð sem véla- og iðnaðarverkfræðingur frá HÍ. Hún sérhæfir sig í verkefnastjórnun og tölvuleikjagerð. Hún starfaði hjá CCP Games frá 2006-2011. Þar kom hún að EVE Online en færði sig svo til EA DICE og kom m.a. að Star Wars Battlefront sem yfirframleiðandi og FIFA. Seinna varð hún yfirframleiðandi FIFA en starfar í dag hjá Bonfire Studios sem ætla sér stóra hluti í tölvuleikjabransanum. Sigurlína er sömuleiðis meðlimur The Future Is Our Compaign sem eru samtök sem hafa það að markmiði að fræða ungt fólk um málefni loftlagsbreytinga og hjálpa þeim að taka þátt í ákvörðunum sem hafa á framtíð jarðarinnar. Sigurlína telur fjölbreytni og aðlögun mikilvæg fyrir leikjafyrirtæki.

Salam Al-Nukta

Salam hefur gegnt lykilhlutverki í að leiða átaksverkefni fyrir ungt fólk á undanförnum fimm árum bæði í gegnum TEDxYouth/Women viðburði og félagasamtökin ChangeMakers, sem hún stofnaði. Hún stefnir að því að útrýma kynjamuninum í STEM geirum, sérstaklega tækni og tryggja þátttöku kvenna við að byggja betri og þróaðri samfélög. Salam hefur vakið alþjóðlega eftirtekt, t.d. sem aðalfyrirlesari í Geneva Peace Week 2018 og sem þátttakandi í One Young World í Hague. Hún starfaði hjá UNFPA í Sýrlandi og er í dag starfsnemi hjá hollenska Utanríkisráðuneytinu og Netherlands Enterprise Agency að þróa stefnumótandi íhlutun fyrir frumkvöðlastarf í Mið-Austurlöndum.

Framþróun í takt við ástríðu


Sigríður Margrét Oddsdóttir og Sigyn Jónsdóttir ræða um framþróun í starfi og áhrifin sem hægt er að hafa með ástríðuna að vopni.

Placeholder

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju.

Placeholder

Sigyn Jónsdóttir, VP of Professional Services, Men&Mice

Eitt markmið, ólíkar leiðir


Emma Holten og María Bjarnadóttir ræða um mismunandi aðferðir að sama markmiði, hvort sem það er í stjórnsýslu eða á samfélagsmiðlum.

Placeholder

Emma Holten, Aðgerðarsinni og ráðgjafi hjá Women’s Counsil í Danmörku

Placeholder

María Bjarnadóttir, Lögfræðingur og doktorsnemi