UAK hlaut styrk úr samfélagssjóði Virðingar

In Fréttir by Helena Rós Sturludóttir

Ungar athafnakonur fengu úthlutun úr styrktarsjóði AlheimsAuðar, samfélagssjóði Virðingar, þann 19. júní síðastliðinn. Það var fyrsta verk nýrrar stjórnar UAK að taka á móti styrknum við hátíðlega athöfn í húsakynnum Virðingar.

AlheimsAuður er sjóður sem ætlaður er til að hvetja konur til athafna og frumkvæðis, hér á landi sem og í þróunarlöndum. Ljóst er að styrkurinn mun nýtast UAK gríðarlega vel í starfi félagsins.

UAK þakkar AlheimsAuði og Virðingu kærlega fyrir.