UAK í 10 ár – Drifkraftur breytinga

In Almennt, Fréttir, UAK-dagurinn by Aðalheiður Júlírós

Árleg ráðstefna UAK fór fram 11. maí sl. í Norðurljósasal í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar var UAK í 10 ár – Drifkraftur breytinga en 10 ár eru frá stofnun félagsins og var því sérstakur afmælisbragur á ráðstefnunni. Ráðstefna Ungra athafnakvenna var ekki einungis viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið að síðastliðin áratug, heldur einnig vitnisburður um drifkraftinn og sköpunargleðina sem einkennir athafnakonur gjarnan. 

Þema ráðstefnunnar tók mið af aldri félagsins og var síðasti áratugur í brennideplinum ásamt því að setja stefnu fyrir næsta áratug, bæði á einstaklingsgrundvelli sem og samfélag með það að markmiði að fylla gesti af eldmóði, visku, tækjum og tólum í farteskinu til að stuðla að vexti þeirra sem ein heild, en einnig til að stuðla að persónulegum vexti. 

Gefið var út sérstakt UAK myndband sem unnið var af Stefaníu Kolbrúnu Ásgeirsdóttir og frumsýnt á ráðstefnunni. Í myndbandinu er farið yfir sögu félagsins, sem var stofnað í maí árið 2014 af Lilju Gylfadóttur. Á stofnfund félagsins mættu um 200 manns, en talan fer hækkandi með ári hverju. Í dag hafa um 1.500 félagskonur tekið þátt í starfinu á síðastliðnum 10 árum, á um 150 viðburðum í heildina. Stjórnarkonur eru 40 talsins og má þar nefna gríðarlega fjölbreyttan hóp sem allar eiga það sameiginlegt að láta málefni kvenna sig varða og valdeflingu þeirra. Í myndbandinu var einnig deilt myndum og fréttum af starfseminni sem spannaði öll 10 árin, sem endaði síðan á lokaorðum í beinni tengingu við yfirheiti ráðstefnunnar “Saman erum við drifkraftur breytinga”. 

Ráðstefnupokinn í ár var hannaður af Berglindi Óskarsdóttur, fata- og fylgihluthönnuði. Útskriftarlínan hennar frá LHÍ fékk umfjöllun hjá ítalska Vouge sem “new talents” og í framhaldi fékk hún skólastyrk í Marangoni háskólann í Milano þar sem hún kláraði masters gráðu í lúxus fylgihlutahönnun og framleiðslu. Árið 2019 gaf hún barnafatalínu fyrir stúlkur undir eigin merki Bibi & Bella. Berglind hefur verið búsett í Milano seinustu ár þar sem hún hefur seinustu misseri starfað fyrir ítalskt “High jewelry” skartskripafyrirtæki í ýmsum verkefnum en helst grafískri hönnun, eftirvinnslu á ljósmyndum og undirbúning á viðburðum og myndatökum. 

Hugmyndin á bakvið pokann er UAK konan sem er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir, hún er framakona sem tekur áhættur og setur sig í fyrsta sæti en er á sama tíma annt um velgengni kynsystra sinna, lyftir þeim upp og hvetur til dáða. Berglind sótti innblástur á útliti UAK konunnar út frá merki félagsins og hannaði hún símynstur út frá því sem hún klæðist með stolti. Hringirnir tákna starfsárin tíu og þær tíu stjórnir sem hafa setið og sinnt óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi í þágu jafnréttismála. Almennt segir formfræðin að hringir tákni hið óendanlega, jafnvægi, heild og samheldni og því fannst henni þeir fullkominn samnefnari fyrir starf félagsins.

Hugrún Elvarsdóttir, varaformaður UAK var með fundastjórn yfir daginn

Dagskráin var fjölbreytt líkt og fyrirlesarar, en erindin voru öll í tengingu við drifkraft breytinga. Mikil samheldni og orka myndaðist í salnum og gleðina mátti sjá í hverju horni. 

Lilja Gylfadóttir

Lilja Gylfadóttir, stofnandi UAK var með kveðju til ráðstefnugesta en hún gat því miður ekki verið með okkur þar sem hún er stödd við nám í Harvard.

Kamilla Tryggvadóttir

Kamilla Tryggvadóttir, ráðstefnustýra UAK opnaði ráðstefnuna og bauð gesti velkomna. Sérstakar þakkir voru sendar til Lilju Gylfadóttur- stofnanda UAK, félagskvenna, fyrrum og núverandi stjórnarkvenna, sem hafa haldið lífi í félaginu síðastliðinn áratug og stuðlað að vexti þess. 

Þegar við horfum til framtíðar, skulum við leyfa okkur að dreyma stórt. Látum okkur dreyma áfram um heim þar sem konur fá allar að taka sitt pláss og þar sem jafnrétti er sjálfsagður hlutur”

Sigríður Snævarr

Á eftir Kamillu var Sigríður Snævarr hugsjónardiplómat og fyrrum sendiherra, en hún kom með einstaklega skemmtilega hugvekju og sögu um reynslu sína í gegnum tíðina í leik og starfi. Hún lagði áherslu á að allt væri breytingum háð og mikilvægi þess að láta aldrei deigan síga. Ekki mætti gefast upp, sama hve margar hindranir stæðu í veginum. Þar kæmi drifkraftur, rétt hugarfar og eldmóður sér afar vel. 

Ég hefði getað orðið fyrsti sendiherra íslands ef ég hefði verið á lífi 1920. Þá var fullt frelsi kvenna til embættisstarfa – en það var bara engin embættiskona.”

“Það að UAK hafi drifkraft, hugrekki og eldmóð sem okkar þemu og það hvað við erum dreifðar á vítt aldursbil er svo mikilvægt”. 

Alma Dóra Ríkharðsdóttir, Guðrún Valdís Jónsdóttir, Rakel Guðmundsdóttir og Sigyn Jónsdóttir

Fyrrum stjórnar- og félagskonur settust niður saman og spjölluðu um tilgang UAK og sína persónulegu vegferð frá því þær byrjuðu að taka þátt í starfi félagsins en dagskrárliðurinn bar heitið UAK sófinn: Tengslanet, tækifæri og tímamót. Pallborðinu stýrði Sigyn Jónsdóttir, CTO og meðstofnandi Öldu. Viðmælendur voru þær Alma Dóra Ríkharðsdóttir – CEO og meðstofandi HEIMA, Guðrún Valdís Jónsdóttir – öryggisráðgjafi og öryggisstjóri Syndis, og Rakel Guðmundsdóttir- Eignarhaldsstjóri hjá Afla Framtak.  Allar voru þær sammála um mikilvægan ávinning tengslanets og samstöðu. Þær voru spurðar út í og ræddu hvað þær hefðu viljað vita fyrir 10 árum, hvernig hægt væri að rugga bátnum og hvaða mál yrðu í brennideplinum næstu 10 árin.

Spurðar að því hvað UAK geti gert til að vera hreyfiafl voru þær sammála um mikilvægi þess að fá karlmenn til að vera virkari í samræðunni. “Þegar þeir sjá hag sinn í því að ná jafnrétti verður þetta ekki eins mikil barátta.” Einnig sammæltust þær um mikilvægi þess að halda áfram með umræðuna um kvenheilsu og þriðju vaktina.

Ég held að ef að UAK gæti komið á fót einhverju formlegu mentoring prógrami þá væri það ótrúlega gagnlegt fyrir félagskonur”. 

Paris Anna Bermann

Paris Anna Bergmann, fulltrúi frá barna- og ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna var með hugvekju með yfirheitið Kveðja frá næstu kynslóð. Þegar horft er fram á veginn er mikilvægt að gefa rödd næstu kynslóðar tækifæri til að heyrast. Ekkert um börn án barna, eins og sagt er. Paris Anna lagði áherslu á að kveðið er á um jafnréttisfræðslu fyrir börn og ungmenni í lögum en því miður er ábótavant hvernig útfærslan er á því. Einnig vilja þau að fullorðnir fái þessa sömu fræðslu um jafnréttismál en þannig má ætla að jafnréttinu verði fyrr náð, þegar rótgróið viðhorf er upprætt.

Það verður að leggja meiri áherslu á að öll börn eru jöfn. Öll börn eiga að hafa jafna möguleika og tækifæri óháð kyni.”

Sirrý Arnardóttir

Sirrý Arnardóttir, fjölmiðlakona, stjórnendaþjálfari, kennari við Háskólann á Bifröst og rithöfundur var með erindi “Örugg framkoma við öll tækifæri – Verkfærakista” og byggði á bókum hennar og þeim áföngum sem hún kennir við Háskólann á Bifröst. 

Sirrý fékk ráðstefnugesti til að taka þátt í erindinu sínu

Sirrý lagði mikla áherslu á að þakklæti og mikilvægi þess að eiga góð og eflandi samskipti við annað fólk, til að efla orkuna og sjálfstraustið. Þannig gætu draumar ræst. Jafnframt hvatti hún konur til að standa saman með því að styðja betur við hvor aðra, t.d. með því að versla af konum sem reka eigin fyrirtæki og vera duglegri að muna eftir því að hrósa. 

Þessir félagslegu töfrar – þegar að 1+1 verða 3. Eins og í þessu öfluga félagi gerast töfrarnir í góðum samskiptum milli fólks.”

“Áður en þið standið frammi fyrir einhverju stóru í lífinu er gott að taka stöðutékk á sér og hugsa – hvaða straumar fylgja mér?  Er ég í hnút eða er veröldin björt og fögur?”

Edda Sif Aradóttir

Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra hjá Carbifx var með erindið Að leiða breytingar. Edda Sif benti á að það er í eðli okkar að vera treg fyrir breytingum en með góðri fræðslu og byggja upp skilning og traust til ólíkra aðila er líklegra að breytining nái í gegn. Edda lagði jafnframt áherslu á að ólíkur hópur, ástríða og þrauseigja sé lykillinn að árangri. 

“Það er í eðli okkar að vera treg fyrir breytingum”.

Dagný Berglind Gísladóttir

Dagný Berglind Gísladóttir er stofnandi og framkvæmdastýra RVK ritual. Dagný er með ástríðu fyrir velgengni og vellíðan kvenna og var hún með erindið Teygðu þig til tunglsins. Dagný lagði áherslu á mikilvægi þess að vera með skýra framtíðarsýn en hún er meira en bara draumur eða markmið – Hún er ljóslifandi, sannfærandi ímyndun þín að því sem þú vilt ná eða skapa í framtíðinni “Það eru ákveðnir töfrar í því”.

Dagný fékk alla ráðstefnugesti til að loka augunum og sjá fyrir sér bestu útgáfuna af sér sjálfum, velti upp spurningum eins og hvað mynduð þið gera ef það væri enginn ótti og hvernig lítur hinn fullkomni dagur út. Gestir áttu síðan að taka þessa sýn með sér heim og hugleiða áfram og punkta niður hvernig þessari útgáfu af þér sjálfri yrði náð. Með því að planta fræinu kæmi inn staðfesting og trú á draumnum, sem leiðir svo til blómstrunar. 

Staðfesta kemur þér á áfangastaðinn

Inga María Hjartardóttir, Amna Hasecic og Kristjana Björk Barðdal

Amna Hasecic, Kristjana Björk Barðdal og Inga María Hjartardóttir, allar fyrrum stjórnarkonur UAK stóðu fyrir svokallaðri gelluhugvekju og vinnustofu en saman hafa þær skipulagt og haldið GelluVinnustofur. Þátttakendur setja sér ásetning og stunda þakklæti ásamt því að ræða hvað hamingja er.

Fyrri vinnustofan fól í sér að draga saman seinustu 10 ár hjá UAK og voru allir ráðstefnugestir sammála um að tengslanetið stendur efst á baugi. Með seinni vinnustofunni var markmiðið að velta fyrir sér hvar UAK ætti að standa næstu 10 ár. Líflegar samræður áttu sér stað og var t.a.m. bent á að félagið ætti að beita sér fyrir því að ná til nýju kynslóðarinnar, breiðari hóp af konum en fyrst og fremst að staðna ekki og halda áfram að vera gera jafn frábæra hluti og það er að gera í dag.

“Hamingja er að takast á við mótlæti á uppbyggjandi hátt, eiga félagslegt net og þora að sýna tilfinnningahlugrekki eða þora að upplifa tilfinningar sínar”. 

Una Emilsdóttir

Una Emilsdottir, sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði var með erindið Ábyrgjum eigin heilsu – Fróðleikur um fyrirbyggjandi læknisfræði. Ósmitbærir sjúkdómar eru leiðandi orsök heilsubretst í heiminum og er það mikilvægt að við skoðum hvað það er í umhverfinu sem hefur á heilsuna og einnig hvernig við getum unnið með t.d. hormón. Mikil vitundarvakning hefur orðið um kvenheilsu seinustu ár og mikilvægt er að við höldum því áfram. “Lýðheilsa er ein mesta áskorun okkar tíma.”

Dóra Jóhannsdóttir

Að lokum var komið að Dóru Jóhannsdóttur, leikkonu og stofnanda Improv Ísland. Dóra ruggaði bátnum og kom með frábært erindi um jafnrétti, staðalímyndir, strympuáhrifin og spuna í daglegu lífi. Má þar einnig nefna sýnileika kvenna sem hefur þótt heldur ábótavant í gegnum árin og konum ekki gefinn byr undir báða vængi á öllum sviðum, t.d.í kvikmyndagreininni. “Við þurfum bara að muna – hvernig er að leika sér, nota ímyndunaraflið, fíflast og vera sama hvað öðrum finnst”. 

Í dagskránni var einnig óvæntur pakkaleikur en stjórn UAK vildi fagna þessum merka áfanga, 10 ára afmæli félagsins með félagskonum. Veglegur pakki var á hverju borði sem gekk á milli, sannkallaður pakkaleikur eins og við munum eftir honum. UAK þakkar þeim fyrirtækjum sem lögðu til pakka fyrir þennan lið í dagskránni, þau eru: As we grow. Danol, Duck&Rose, Elko, Geysir, Gerður Inshape, Gunnlöð ljósmyndari, Hreyfing, Líf&list, Pleasure.is, Tapas barinn og World class.

Í lokin var svo happy hour þar sem gestir gæddu sér á ís frá Little Moons og fljótandi veigum til að skála fyrir deginum áður en haldið var heim á leið. Hér má einnig sjá umfjöllun um happy hour-inn hjá visi.is.

Skreytingar voru í boði Partýland
Fyrirlesarar fengu m.a. fallegan blómvönd frá Blómstra að gjöf fyrir þeirra framlag til dagsins.

Stjórn UAK þakkar öllum fyrirlesurum kærlega fyrir þeirra framlag til dagsins. Sérstakar þakkir fá þeir styrktaraðilar sem komu að ráðstefnunni og lögðu hönd á plóg.

Stjórn UAK 2023-2024