UAK í samstarf við Global Goals World Cup

In Fréttir, Uncategorized by Kristjana Björk Barðdal

Ungar athafnakonur kynna með stolti samstarf við Global Goals World Cup (GGWCUP). Það eru góðgerðasamtökin EIR Org sem standa að GGWCUP en samtökin koma einnig að fjórum sambærilegum verkefnum. Samstarfsnet GGWCUP samanstendur af fjölmörgum alþjóðlegum samstarfsaðilum sem vinna af miklum krafti að auknu jafnrétti og sjálfbærni um allan heim. Global Goals World Cup er fótboltamót sem hefur verið brautryðjandi í íþróttaheiminum frá árinu 2015 með það markmið  að veita öllum konum og stúlkum aðgang að íþróttum. 

Dagana 8. – 10. nóvember næstkomandi verða úrslit GGWCUP haldið á Íslandi þar sem lið keppa undir merkjum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Með mótinu er ætlað að vekja athygli á þeim hindrunum sem eru til staðar, leita leiða að sjálfbærni ásamt því að efla aðgerðir tengt heimsmarkmiðunum. Ungar athafnakonur fagna samstarfinu og þátttöku okkar að auknu jafnrétti á öllum sviðum. Við erum einnig stoltar af því að Global Goals World Cup er haldið samhliða árlegu Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu (Reykjavík Global Forum), þar sem kvenleiðtogar hvaðanæva að úr heiminum koma saman til í þeim tilgangi að ræða jafnréttismál ásamt því að deila hugmyndum sínum og reynslu hvor með annarri. Boðsgestir heimsþingsins eru leiðtogar úr stjórnmálum, auk alþjóðlegra kvenleiðtoga úr hinum ýmsu geirum á borð við viðskipti, vísindi, tækni og menningu. GGWCUP er einnig eitt af rúmlega hundrað samstarfsaðilum Heimsmarkmiða vikunnar sem fer fram í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (UNGA) en úrslit mótsins hafa farið fram samhliða þinginu frá árinu 2016. Við tilkynnum stolt að í ár munu úrslitin fara fram á Íslandi.