UAK leitar að verkefnastjóra

In Fréttir by Kristjana Björk Barðdal

Starfslýsing og hæfniskröfur

UAK leitar að verkefnastjóra í 50% hlutastarf til þess að sinna daglegum verkefnum félagsins í samvinnu við stjórn, ásamt því að byggja upp starfið enn frekar. Leitast er eftir því að ráða sem fyrst í stöðuna og að viðkomandi geti hafið störf í síðasta lagi 1. október 2021. Ráðið er í starfið fram að áramótum með möguleika á framlengingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulagning og aðstoð við framkvæmd viðburða
  • Gerð styrktarumsókna
  • Samskipti við samstarfsaðila
  • Þátttaka í uppbyggingu félagsins
  • Kynningar- og markaðsmál í samvinnu við stjórn UAK

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og sveigjanleiki
  • Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í töluðu og rituðu máli
  • Áhugi og þekking á jafnréttismálum
  • Reynsla af áætlanagerð og verkefnastjórnun kostur.
  • Reynsla af kynningar- og markaðsmálum kostur
  • Reynsla af hagsmunastarfi ungmennafélaga kostur
  • Þekking á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna kostur

Nánari upplýsingar veitir stjórn UAK í gegnum umsokn@uak.is.


Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skal skilað á netfangið umsokn@uak.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2021.