UAK x Síminn – Athafnakonur hjá Símanum

In Fréttir by Aðalheiður Júlírós

Þann 9. nóvember s.l. bauð fyrirtækið Síminn UAK í heimsókn þar sem félagskonum gafst tækifæri á að kynnast menningu þeirra ásamt því að kynnast nokkrum af þeim flottu og öflugu konum sem þar starfa.

Erla Ósk Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar og Eyrún Huld Harðardóttir, leiðtogi markaðsmála, voru með kynningu á störfum sínum og sögðu frá stefnu Símans í jafnréttismálum.

Erla Ósk Ásgeirsdóttir
Eyrún Huld Harðardóttir

Einnig sagði Inga María Hjartardóttir, markaðssérfræðingur hjá Símanum og fyrrum stjórnarkona UAK, sagði frá sinni vegferð og hvernig UAK hefur spilað hlutverk í lífi hennar.

Inga María segir frá sinni vegferð

Bryndís Þóra Þórðardóttar, teymisstjóri fyrirtækjaráðgjafar Símans og Björk Sigurjónsdóttr, forritara í sjónvarpskerfum Símans mætti jafnframt og sögðu frá sinni sögu í sófaspjalli með Erlu Ósk sem Inga María stýrði.

Sófaspjall með Ingu Maríu, Erlu Ósk, Bryndísi Þóru og Björk

Að því loknu steig Vigdís Hafliðadóttir, söngkona í hljómsveitinni FLOTT á stokk og tók nokkur lög við góðar undirtektir!

Vigdís Hafliðadóttir

Ólöf Kristrún, viðskiptastjóri UAK var fundarstjóri kvöldsins.

Ólöf Kristrún Pétursdóttir Blöndal

UAK þakkar Símanum kærlega fyrir góðar og veglegar mótttökur. Góð þátttaka og stemining var á viðburðinum eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Myndir tók Thelma Arngrímsdóttir.