Vel heppnað tenglsakvöld

In Fréttir by Margrét Berg Sverrisdóttir

Tengslakvöld Ungra athafnakvenna fór fram föstudaginn 30. október sl. Markmið kvöldsins var að þétta hópinn og fá félagskonur til að kynnast betur innbyrðis. Skráning á viðburðinn gekk vonum framar þurfti stjórn UAK  að skipta um húsnæði þegar þrír dagar voru í viðburðinn. Þrátt fyrir það var þröngt á þingi þar sem að yfir 100 félagskonur mættu. Nóg var í boði af pizzum og ýmiss konar drykkjum og ætti enginn að hafa farið svangur né þyrstur heim.

Á viðburðinn kom Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka og var með skemmtilegt erindi. Hún fjallaði stuttlega um feril sinn og þau störf sem hún hefur sinnt sem ung athafnakona. Einnig nefndi hún tvö atvik í sínu lífi sem að henni finnst hafa verið stefnumótandi og komið henni á þá braut sem hún er á í dag. Það var virkilega fræðandi að hlusta á Eddu deila sinni reynslu.

Að loknu erindi Eddu tók við pub-quiz þar sem að stjórnendur létu allar félagskonur færa sig um sæti. Til að ná markmiði kvöldsins var mikilvægt að hver og ein væri ekki með vinkonum sínum í liði og því var hrist vel upp í borðaskipan. Spurningaleikurinn var æsispennandi og fengu sigurvegarar kvöldsins bíómiða í verðlaun. Heyrst hefur að liðið sé búið að mæla sér mót um að fara saman í bíó. Það gleður stjórn UAK mjög mikið. Í kjölfarið fór fram happdrætti og löbbuðu margar félagskonur út með fullt fangið af vinningum.

Í heildina gekk fyrsta tengslakvöld UAK mjög vel og má segja að markmiði kvöldsins hafi verið náð.