Undanfarin ár hafa Ungar athafnakonur boðið upp á viðburðaríka viku fyrir hina árlegu ráðstefnu félagsins. Að þessu sinni var lögð áhersla á tengslamyndun sem okkar helsta þátt í öflugu starfi og framförum að auknu jafnrétti. Tengslakvöldið eða vínkonukvöld var haldið á SKÝ Restaurant & Bar 3. mars. Þátttakan var góð en félagskonum gafst færir á að taka með vin eða vinkonu með til að kynnast betur starfi félagsins.
Til okkar komu góðir gestir sem opnuðu á umræðuna með hvatningarorðum og góðri fræðslu. Sævar Már sommelier hóf mál með fróðlegri kynningu á góðu víni en í framhaldinu tók Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush við með nokkur orð um vegferð sína og ævintýri þess að reka eigin fyrirtæki.
Viðburðurinn var góð áminning á mikilvægi þess að gefa sér tíma til þess að kynnast, fræðast og eiga notalega kvöldstund saman. Tengslakvöldið var frábær og eftirminnileg upphitun fyrir afar góða ráðstefnu.
