UAK stóð fyrir vinnustofu í samstarfi við Dale Carnegie með yfirheitið Tölum um gildi en það var Pála Þórisdóttir, stjórnendaþjálfari hjá Dale Carnegie sem tók á móti félagskonum í sal CCP Games.
Pála fór yfir m.a. hvað gildi eru, tegundir gilda, hvaðan þau koma og hvernig hægt er að nota gildi bæði fyrir sjálfan sig sem og hvernig fyrirtæki geta notað gildi. Félagskonur fengu margvísleg verkefni sem fólu í sér að finna út hver grunn gildi þeirra eru ásamt því að æfa sig í að tala um þau og að hlusta á frásagnir annarra.
Vinnustofan var vel heppnuð og góð aðsókn var á hana en biðlisti var fljótur að myndast þegar skráning hófst á viðburðinn.
UAK þakkar Dale Carnegie og Pálu kærlega fyrir frábært samstarf og þeirra framlag fyrir vinnustofuna. Einnig þakkar stjórnin CCP Games fyrir afnot af salnum, Innes fyrir góðar veitingar og CCEP og State Energy fyrir svalandi drykki!